Erlent

Hreinsa rústir vegna smithættu

Fimmtán hundruð íbúar Srí Lanka sem misstu heimili sín vegna hamfaranna á annan í jólum hafa hafist handa við að hreinsa rústir á strandlengju landsins til þess að koma í veg fyrir hættu á smitsjúkdómum. Sólarorkusérfræðingur frá Alþjóðabankanum, sem kemur frá Srí Lanka, fékk ríflega tuttugu milljóna króna styrk til þess að ráða samlanda sína til verkefnisins. Hver íbúanna fimmtán hundruð fær mat, fatnað og þrjá dollara á degi hverjum fyrir þátttökuna í hreinsuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×