Erlent

Leitin að bin Laden hert

Bandaríkjastjórn mun líklega tvöfalda upphæðina sem sett hefur verið til höfuðs Osama bin Laden í lok febrúar. Tímaritið Time greinir frá þessu og segir upphæðina til höfuðs bin Laden því verða 50 milljónir bandaríkjadala að mánuði liðnum, eða ríflega 3 milljarðar íslenskra króna. Samhliða þessu verður sett af stað auglýsingaherferð í dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi í Pakistan þar sem minnt verður á bin Laden og þrettán aðra hryðjuverkamenn sem talið er að haldi sig við landamæri Pakistans og Afghanistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×