Erlent

Júsjenko sver embættiseið

Viktor Júsjenko sór í morgun embættiseið sem forseti Úkraínu eftir langan aðdraganda. Mikil hátíðarhöld verða í Kænugarði af þessu tilefni, einkum á Sjálfstæðistorginu þar sem mótmælendur héldu til vikum saman til að knýja fram nýjar kosningar vegna kosningasvika í forsetakosningum á síðasta ári. Litið er á embættistöku Júsjenkos sem tímamót í sögu Úkraínu, en hann þykir horfa mjög til Vesturlanda. Engu að síður fer hann strax á morgun í heimsókn til Rússlands til að undirstrika áframhaldandi náin tengsl landanna. Að því loknu heimsækir hann fjölda fyrrverandi austantjaldsríkja sem öll eru orðin aðilar að vestrænum stofnunum á borð við NATO og Evrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×