Erlent

Stjórnarliðar með vænlega stöðu

Dönsku stjórnarflokkarnir myndu vinna öruggan sigur á stjórnarandstöðuflokkunum ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Berlingske Tidende. Samkvæmt könnuninni bættu stjórnarflokkarnir við sig fjórum þingsætum og fengju 102 af 179 sætum á danska þinginu. Jafnaðarmenn og samstarfsflokkar þeirra fengju einungis 73 sæti en fjögur sæti skiptast milli Færeyja og Grænlands. Kosningarnar fara fram 8. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×