Erlent

Funda um ferðaþjónustuvanda

Forystumenn í ferðamálum í Asíu hittast í dag til þess að reyna að endurskipuleggja ferðaþjónustu í Suðaustur-Asíu í kjölfar hamfaranna annan dag jóla. Eftir að myndir af hamfarasvæðunum birtust í sjónvarpi um allan heim hafa fjölmargir hætt við ferðalög þangað og jafnvel á staði í Asíu sem eru hvergi nærri flóðasvæðunum. Af því hefur ferðaþjónustufólk í Asíu miklar áhyggjur og hyggst það reyna að sannfæra umheiminn um að öllu sé óhætt. Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu í Suður- og Suðaustur-Asíu undanfarin ár og hefur það átt sinn þátt í bættum efnahag á svæðinu. Talið er að tekjur af ferðamönnum á svæðinu á ári nemi um 30 milljörðum dollara, eða hátt í nítján hundruð milljörðum íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×