Erlent

Síðasti gyðingurinn í Afganistan

Einn gyðingur býr í Afganistan eftir að sá næstsíðasti bar beinin fyrir viku síðan, áttræður að aldri. Báðir mennirnir höfðust við í eina samkomuhúsi gyðinga í landinu og elduðu saman grátt silfur um árabil. Um 40 þúsund gyðingar bjuggu í Afganistan í lok 19. aldar en um miðja 20. öld voru þeir aðeins fimm þúsund. Flestir fluttu til Ísraelsríkis við stofnun þess og síðustu fjölskyldurnar flúðu land við innrás Sovétmanna. Ishaq Levin varð þó eftir og bjó í eina samkomuhússi landsins. Árið 1992 flutti Zebulon Simentov í samkomuhúsið en nágrannarnir áttu ekki skap saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×