Fleiri fréttir Friðarhorfur vænkast Friðarhorfurnar í Miðausturlöndum vænkast. Svo virðist sem Mahmoud Abbas hafi sannfært skæruliða um vopnahlé og Ísraelsmenn virðast hafa trú á Abbas. 23.1.2005 00:01 Sjúkrahús brann Eldur kviknaði í sjúkrahúsi í Nasiriyah, suðurhluta Íraks í gær með þeim afleiðingum að 14 manns eru taldir af og 75 slösuðust. 23.1.2005 00:01 Júsjenkó sver embættiseið Viktor Júsjenkó sór embættiseið sem forseti Úkraínu í gær, eftir tveggja mánaða kosningadeilu. Í ræðu sinni sagði hann að innsetning sín í embætti forseta væri sigur frelsis yfir einræði og nú væri þetta fyrrum sovéska ríki í miðju Evrópu. 23.1.2005 00:01 Sáttaviðræður í Finnlandi Stjórnvöld í Indónesíu og aðskilnaðarsinna uppreisnarmenn, munu hittast í Helsinki, Finnlandi nú í vikunni til að ræða formlegt vopnahlé í Aceh-héraði. 23.1.2005 00:01 Fórnarlamba minnst Franskir eftirlifendur helfararinnar vígðu í gær "Nafnavegg", minnismerki sem nafngreinir 76.000 gyðinga sem fluttir voru frá Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni. 23.1.2005 00:01 Vill ekki á frímerki Hinn einræni Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 2004, Elfriede Jelinek, hefur hafnað tilboði austurrísku póstþjónustunnar um að eftirmynd sín verði sett á frímerki. 23.1.2005 00:01 Eins saknað Hjálparstarfsmenn í austurrísku Ölpunum héldu áfram leit sinni í gær að bandarískum snjóbrettamanni sem hefur verið saknað síðan snjóflóð féll á St. Anton-svæðið á laugardaginn. Að minnsta kosti þrír létust. 23.1.2005 00:01 Fjórir létust í þyrluslysi Flugmaður og þrír áhafnarmeðlimir létust þegar einkaþyrla hrapaði í Vestur-Englandi á laugardaginn. 23.1.2005 00:01 Frjálslyndir missa örlítið fylgi Stjórnarflokkarnir í Danmörku, Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn hafa misst örlítið fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Jótlandspóstinn og myndu missa eitt þingsæti ef úrslit kosninganna 8. febúrar yrðu þessi. 23.1.2005 00:01 Vilja svipta ríkisborgararétti Peter Pilz, einn af leiðtogum Græningjaflokksins í Austurríki, vill að Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, verði sviptur austurrískum ríkisborgararétti. Hann hafi gert landinu skömm til með því að hafa samþykkt aftöku dæmds morðingja. Donald Beardslee nú í vikunni. 23.1.2005 00:01 Tíðkast í Hollandi Frá því árið 1997 hafa hollenskir læknar 22 sinnum framið líknardráp á nýfæddum börnum, sem vegna illvígra sjúkdóma hefðu ekki átt sér langra lífdaga auðið. 23.1.2005 00:01 Nöfn allra skráð niður Kínversk stjórnvöld skrá hjá sér nöfn allra þeirra, sem leggja leið sína að minningarstað um Zhao Ziyang, sem komið hefur verið upp á heimili hans í Peking. 23.1.2005 00:01 Krefja Tíbeta um hlýðni Kínverskir embættismenn krefjast þess að tíbetskir trúarleiðtogar sýni kínverskum yfirvöldum meiri hlýðni. Trúarleiðtogunum hefur verið hótað refsingum ef þeir sýna ekki meiri stuðning en verið hefur við stefnu Kínverja gagnvart Dalaí Lama, hinum útlæga trúarleiðtoga Tíbeta. 23.1.2005 00:01 Segja Bush táknmynd djöfulsins Pílagrímar í Mena í Sádi-Arabíu köstuðu í gær steinum í tákn djöfulsins, en það er hluti af pílagrímsför múslíma til helgu borgarinnar Mekka. Í viðtölum við fréttamenn sögðust margir pílagrímanna sjá George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sér sem táknmynd skrattans. 22.1.2005 00:01 Átta gíslum sleppt í Írak Uppreisnarmenn í Írak kveðast ætla að sleppa átta kínverskum gíslum þeir þeir hafa haldið. Uppreisnarmennirnir sendu frá sér myndbandsupptöku þar sem þeir sögðu gíslunum verða sleppt þar sem kínversk stjórnvöld hefðu orðið við kröfum um að vara þegna sína við ferðalögum til Íraks. 22.1.2005 00:01 Erlendar sveitir í Írak í 10-15 ár Erlendar hersveitir verða í Írak í tíu til fimmtán ár, að mati bresks þingmanns í varnarmálanefnd breska þingsins. Engu að síður eru gerðar áætlanir um brotthvarf við fyrsta tækifæri í Washington og Lundúnum. 22.1.2005 00:01 Óttast að lenda í miðju átaka Hjálparstarfsmenn í Aceh-héraði í Indónesíu óttast að lenda í miðju átaka uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Þrátt fyrir óformlegt vopnahlé halda átök áfram og hundruð hafa fallið í valinn á liðnum vikum. 22.1.2005 00:01 Samkomulag um viðvörunarkerfi Sérfræðingar og embættismenn sem funda í Japan um viðvörunarkerfi við flóðbylgjum hafa náð samkomulagi um tillögu að slíku kerfi eftir miklar þrætur og valdabaráttu. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir hörmungar á borð við þær sem flóðbylgjan í Suðaustur-Asíu olli. 22.1.2005 00:01 Konur mega bjóða sig fram í Íran Konur mega bjóða sig fram í forsetakosningunum í Íran sem haldnar verða í júní. Varðaráð Írans tilkynnti þetta í morgun, en það hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að konur mættu ekki bjóða sig fram. Þessi ákvörðun er niðurstaða túlkunar á orði í stjórnarskrá Írans, sem sérfræðingar varðaráðsins segja að geti einnig náð yfir konur. 22.1.2005 00:01 Hollendingar hræddir við múslíma Stór hluti Hollendinga er hræddur við múslíma samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var þar í landi. Aðeins 19 prósent landsmanna telja að sér stafi ekki hætta af múslímum, en alls býr tæplega ein milljón múslíma í landinu og eru þeir um sex prósent íbúa þar. 22.1.2005 00:01 Bjargað eftir 25 daga Björgunarmenn fundu fyrr í vikunni mann á lífi á einni af af eyjunum í Andaman- og Níkóbareyjaklasanum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni á annan dag jóla. Maðurinn, sem tilheyrir nikóbarískum ættbálki, hafði verið á lítilli eyju sem nefnist Pillow Panja í 25 daga þegar björgunarmenn sáu hann veifa fána sem hann hafði búið til úr fötunum sínum. 22.1.2005 00:01 Örlögin minna á Rómeó og Júlíu Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá harmrænni sögu í dag sem minnir um margt á sögu Rómeós og Júlíu. Eldri maður svipti sig lífi eftir að hafa gefist upp á að bíða eftir að konan sín vaknaði úr dái. Hún hafði legið í dái í fjóra mánuði eftir hjartaáfall. 22.1.2005 00:01 Listinn ekki lengur til Listi hinna staðföstu þjóða er ekki lengur til, og því illgerlegt fyrir stjórnvöld að taka Íslendinga af honum. Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times í gær virðist litla sem enga athygli hafa vakið. 22.1.2005 00:01 Ótti í aðdraganda kosninga í Írak Ótti einkennir lífið í Írak þessi dægrin, í aðdraganda frjálsra kosninga sem eiga að fara þar fram eftir rúma viku. Jón Ársæll Þórðarson er staddur þar og segir viðmælendur sína of hrædda til að fara á kjörstað. 22.1.2005 00:01 Deilt um dreifingu hjálpargagna Skærur og þrætur torvelda hjálparstarf í þeim tveimur löndum sem verst urðu úti í flóðbylgjunni í Asíu. Deilt er um dreifingu hjálpargagna og tækifærið jafnvel notað til að klekkja á andstæðingum. 22.1.2005 00:01 Listinn ekki lengur notaður Ísland er ekki lengur á neinum lista yfir bandamenn Bandaríkjanna í Íraksmálinu, samkvæmt því sem Reuters-fréttastofan hafði eftir ónefndum bandarískum embættismanni í gær. 22.1.2005 00:01 Hafa fallist á vopnahlé Abu Muhammed, einn af talsmönnum Al Aksa píslarvottarsveitanna, sagði í gær að sveitirnar gætu fallist á vopnahlé, svo framarlega sem Ísraelsmenn samþykkja einnig að hætta árásum á Palestínumenn og leysi jafnframt palestínska fanga úr haldi. 22.1.2005 00:01 Bjargað eftir 25 daga Michael Mangal var bjargað af örlítilli eyju í Indlandshafi á föstudaginn. Hann hafði verið þar einn í 25 daga, eða allt frá því flóðbylgjan mikla reið yfir á jóladag. 22.1.2005 00:01 Sprenging við mosku sjíta Að minnsta kosti átta féllu í valinn í morgun þegar bílsprengja sprakk utan við mosku sjíta í vesturhluta Bagdad í Írak. Að minnsta kosti 38 slösuðust í árásinni en að sögn lögreglu er talið líklegt að tala látinna og slasaðra eigi eftir að hækka. 21.1.2005 00:01 Al-Zarqawi býst við löngu stríði Hryðjuverkaleiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi í Írak segir fylgismönnum sínum að búa sig undir að stríðið gegn Bandaríkjamönnum kunni að vara í áraraðir. Á nýrri hljóðupptöku, sem sögð er frá al-Zarqawi, segir hann jafnframt að Omar Hadid, einn af leiðtogum al-Qaida í borginni Fallujah, hafi fallið í bardögum við Bandaríkjamenn en talið var að hann hefði komist lífs af. 21.1.2005 00:01 Allir fái nauðsynleg næringarefni Neyðaraðstoð í Ache-héraði í Indónesíu miðar nú að því að fólk fái öll nauðsynleg næringarefni en ekki bara magafylli af hverju sem er. Nær allir sem voru matarþurfi hafa nú fengið mat en að sögn yfirnæringarfræðings Sameinuðu þjóðanna er óttast að einhæf fæða geti leitt til þess að fórnarlömb hamfaranna veikist. 21.1.2005 00:01 Fjölmenn mótmæli í Washington Tugþúsundir manna mótmæltu þegar George Bush sór embættiseið með mikilli viðhöfn í Washington í gær. Þrátt fyrir gríðarlega öryggisgæslu náði hluti mótmælendanna að brjóta sér leið inn á svæði, sem lögregla hafði girt af, við Pennsylvaníu-breiðstræti. Lögreglumenn beittu piparúða til þess að brjóta mótmælin á bak aftur. 21.1.2005 00:01 Jeb Bush verði arftaki bróður síns Í nýjasta tímariti The Economist er Jeb Bush, bróður núverandi Bandaríkjaforseta, slegið upp sem vænlegasta arftaka hans innan Repúblikanaflokksins. Dick Cheney, núverandi varaforseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram árið 2008. Það opnar leiðina fyrir Jeb Bush, sem nú er ríkisstjóri í Flórída og verður það til ársins 2006. 21.1.2005 00:01 Fjórtán látnir í sprengjuárás Nú er ljóst að 14 hafa látist og 40 særst í sjálfsmorðssprengjuárás nærri mosku sjíta í vesturhluta Bagdad í morgun. Fjölmargir voru á leið til bæna í moskunni þegar bíl var ekið að henni og hann sprengdur í loft upp, en í gær hófst Eid al-Adha, trúarhátíð múslíma. 21.1.2005 00:01 Cheney viðrar áhyggjur af Íran Íran er efst á lista bandarískra stjórnvalda yfir vandræðasvæði víðs vegar um heiminn, að sögn Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta kom fram í útvarpsviðtali í gær, en undanfarna daga hafa borist af því fregnir að Bandaríkjastjórn leggi á ráðin um innrás í Íran. Talsmenn stjórnvalda hafa neitað þessu. 21.1.2005 00:01 Boston skotmark hryðjuverkamanna Boston-borg er talin líklegt skotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna sem sagðir eru ætla sér að nota svokallaðar óhreinar sprengjur, en það eru hefðbundnar sprengjur blandaðar geislavirkum bútum sem ætlað er að valda sem mestri ringulreið. 21.1.2005 00:01 Vill útrýma harðstjórn í heiminum Geogre Bush Bandaríkjaforseti hét því að brúa gjána á milli andstæðra hreyfinga í Bandaríkjunum og að útrýma harðstjórn um allan heim í setningarræðu sinni í gær. Ríflega helmingur Bandaríkjamanna efast um fyrirætlanir forsetans. 21.1.2005 00:01 Fórnarlömb hamfaranna þurfa vinnu Vinna er það sem fórnarlömb hamfaranna í Suðaustur-Asíu þurfa helst á að halda. Annars er hætta á að fólk venjist matargjöfum og að frumkvæði lognist út af. Þetta er mat stjórnenda hjálparstarfs á svæðinu, sem segja uppbyggingarstarf nú taka við af neyðarhjálp. 21.1.2005 00:01 Íslenskrar stúlku leitað í Álaborg Lögreglan í Álaborg í Danmörku leitaði í nótt að14 ára íslenskri stúlku sem yfirgaf heimili sitt í Álaborg eftir miðnætti. Hún skildi eftir kveðjubréf sem gaf lögreglu tilefni til að ætla að hún hygðist vinna sér mein. Að sögn lögreglunnar í Álaborg fannst stúlkan fyrir rúmri hálfri klukkustund og hafði hún falið sig hjá vinkonu sinni. 21.1.2005 00:01 Má banna slæður á vinnustað Dansk Supermarked, sem er stærsta matvörukeðja Danmerkur, er í fullum rétti til að banna starfsfólki sínu að bera slæður og klúta sem tengjast trúarbrögðum þess. Hæstiréttur Danmerkur kvað upp dóm þessa efnis í morgun og staðfesti þar með dóm undirréttar. 21.1.2005 00:01 Danskir hermenn sóttir til saka Fimm danskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að beita írakska fanga harðræði í höfuðstöðvum danska herliðsins í Suður-Írak í fyrra. Um er að ræða hershöfðingja og fjóra herlögreglumenn sem er gefið að sök að hafa kúgað fangana við yfirheyrslur. 21.1.2005 00:01 Lenín endist í 100 ár í viðbót Líkið af Lenín sem er til sýnis í grafhýsi hans á Rauða torginu er enn í góðu standi og endist að minnsta kosti eitt hundrað ár í viðbót, en í dag er 81 ár síðan byltingarleiðtoginn lést. Einn sérfræðinganna sem annast líkið, segir að það fari hins vegar að líða að því að leiðtoginn þurfi að fá ný föt. 21.1.2005 00:01 ESB íhugar auglýsingabann Evrópusambandið íhugar að banna auglýsingar á sælgæti og skyndibitamat grípi framleiðendur ekki sjálfir til sinna ráða. Offituvandi barna og unglinga í Evrópu er alvarlegur að mati matvælaráðherra sambandsins sem ætlar að leggja fram tillögur að samræmdum reglum sem fyrirtækin geti sett sér í þessu efni. 21.1.2005 00:01 Funda um trúnað í utanríkisnefnd Halldór Ásgrímsson neitar að verða við beiðni fjölmiðla um viðtal vegna Íraksmálsins. Formaður utanríkismálanefndar segir að ekki standi til að aflétta trúnaði á fundargerðum nefndarinnar. </font /></b /> 21.1.2005 00:01 Tveir menn hálshöggnir í Írak Hópur á vegum al-Qaida hryðjuverkaleiðtogans Abus Musabs al-Zarqawis sendi frá sér myndband á Netinu fyrr í dag þar sem sýnt er þegar tveir Írakar eru hálshöggnir, en þeir eiga að hafa unnið í bandarískri herstöð. 21.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Friðarhorfur vænkast Friðarhorfurnar í Miðausturlöndum vænkast. Svo virðist sem Mahmoud Abbas hafi sannfært skæruliða um vopnahlé og Ísraelsmenn virðast hafa trú á Abbas. 23.1.2005 00:01
Sjúkrahús brann Eldur kviknaði í sjúkrahúsi í Nasiriyah, suðurhluta Íraks í gær með þeim afleiðingum að 14 manns eru taldir af og 75 slösuðust. 23.1.2005 00:01
Júsjenkó sver embættiseið Viktor Júsjenkó sór embættiseið sem forseti Úkraínu í gær, eftir tveggja mánaða kosningadeilu. Í ræðu sinni sagði hann að innsetning sín í embætti forseta væri sigur frelsis yfir einræði og nú væri þetta fyrrum sovéska ríki í miðju Evrópu. 23.1.2005 00:01
Sáttaviðræður í Finnlandi Stjórnvöld í Indónesíu og aðskilnaðarsinna uppreisnarmenn, munu hittast í Helsinki, Finnlandi nú í vikunni til að ræða formlegt vopnahlé í Aceh-héraði. 23.1.2005 00:01
Fórnarlamba minnst Franskir eftirlifendur helfararinnar vígðu í gær "Nafnavegg", minnismerki sem nafngreinir 76.000 gyðinga sem fluttir voru frá Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni. 23.1.2005 00:01
Vill ekki á frímerki Hinn einræni Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 2004, Elfriede Jelinek, hefur hafnað tilboði austurrísku póstþjónustunnar um að eftirmynd sín verði sett á frímerki. 23.1.2005 00:01
Eins saknað Hjálparstarfsmenn í austurrísku Ölpunum héldu áfram leit sinni í gær að bandarískum snjóbrettamanni sem hefur verið saknað síðan snjóflóð féll á St. Anton-svæðið á laugardaginn. Að minnsta kosti þrír létust. 23.1.2005 00:01
Fjórir létust í þyrluslysi Flugmaður og þrír áhafnarmeðlimir létust þegar einkaþyrla hrapaði í Vestur-Englandi á laugardaginn. 23.1.2005 00:01
Frjálslyndir missa örlítið fylgi Stjórnarflokkarnir í Danmörku, Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn hafa misst örlítið fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Jótlandspóstinn og myndu missa eitt þingsæti ef úrslit kosninganna 8. febúrar yrðu þessi. 23.1.2005 00:01
Vilja svipta ríkisborgararétti Peter Pilz, einn af leiðtogum Græningjaflokksins í Austurríki, vill að Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, verði sviptur austurrískum ríkisborgararétti. Hann hafi gert landinu skömm til með því að hafa samþykkt aftöku dæmds morðingja. Donald Beardslee nú í vikunni. 23.1.2005 00:01
Tíðkast í Hollandi Frá því árið 1997 hafa hollenskir læknar 22 sinnum framið líknardráp á nýfæddum börnum, sem vegna illvígra sjúkdóma hefðu ekki átt sér langra lífdaga auðið. 23.1.2005 00:01
Nöfn allra skráð niður Kínversk stjórnvöld skrá hjá sér nöfn allra þeirra, sem leggja leið sína að minningarstað um Zhao Ziyang, sem komið hefur verið upp á heimili hans í Peking. 23.1.2005 00:01
Krefja Tíbeta um hlýðni Kínverskir embættismenn krefjast þess að tíbetskir trúarleiðtogar sýni kínverskum yfirvöldum meiri hlýðni. Trúarleiðtogunum hefur verið hótað refsingum ef þeir sýna ekki meiri stuðning en verið hefur við stefnu Kínverja gagnvart Dalaí Lama, hinum útlæga trúarleiðtoga Tíbeta. 23.1.2005 00:01
Segja Bush táknmynd djöfulsins Pílagrímar í Mena í Sádi-Arabíu köstuðu í gær steinum í tákn djöfulsins, en það er hluti af pílagrímsför múslíma til helgu borgarinnar Mekka. Í viðtölum við fréttamenn sögðust margir pílagrímanna sjá George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sér sem táknmynd skrattans. 22.1.2005 00:01
Átta gíslum sleppt í Írak Uppreisnarmenn í Írak kveðast ætla að sleppa átta kínverskum gíslum þeir þeir hafa haldið. Uppreisnarmennirnir sendu frá sér myndbandsupptöku þar sem þeir sögðu gíslunum verða sleppt þar sem kínversk stjórnvöld hefðu orðið við kröfum um að vara þegna sína við ferðalögum til Íraks. 22.1.2005 00:01
Erlendar sveitir í Írak í 10-15 ár Erlendar hersveitir verða í Írak í tíu til fimmtán ár, að mati bresks þingmanns í varnarmálanefnd breska þingsins. Engu að síður eru gerðar áætlanir um brotthvarf við fyrsta tækifæri í Washington og Lundúnum. 22.1.2005 00:01
Óttast að lenda í miðju átaka Hjálparstarfsmenn í Aceh-héraði í Indónesíu óttast að lenda í miðju átaka uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Þrátt fyrir óformlegt vopnahlé halda átök áfram og hundruð hafa fallið í valinn á liðnum vikum. 22.1.2005 00:01
Samkomulag um viðvörunarkerfi Sérfræðingar og embættismenn sem funda í Japan um viðvörunarkerfi við flóðbylgjum hafa náð samkomulagi um tillögu að slíku kerfi eftir miklar þrætur og valdabaráttu. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir hörmungar á borð við þær sem flóðbylgjan í Suðaustur-Asíu olli. 22.1.2005 00:01
Konur mega bjóða sig fram í Íran Konur mega bjóða sig fram í forsetakosningunum í Íran sem haldnar verða í júní. Varðaráð Írans tilkynnti þetta í morgun, en það hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að konur mættu ekki bjóða sig fram. Þessi ákvörðun er niðurstaða túlkunar á orði í stjórnarskrá Írans, sem sérfræðingar varðaráðsins segja að geti einnig náð yfir konur. 22.1.2005 00:01
Hollendingar hræddir við múslíma Stór hluti Hollendinga er hræddur við múslíma samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var þar í landi. Aðeins 19 prósent landsmanna telja að sér stafi ekki hætta af múslímum, en alls býr tæplega ein milljón múslíma í landinu og eru þeir um sex prósent íbúa þar. 22.1.2005 00:01
Bjargað eftir 25 daga Björgunarmenn fundu fyrr í vikunni mann á lífi á einni af af eyjunum í Andaman- og Níkóbareyjaklasanum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni á annan dag jóla. Maðurinn, sem tilheyrir nikóbarískum ættbálki, hafði verið á lítilli eyju sem nefnist Pillow Panja í 25 daga þegar björgunarmenn sáu hann veifa fána sem hann hafði búið til úr fötunum sínum. 22.1.2005 00:01
Örlögin minna á Rómeó og Júlíu Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá harmrænni sögu í dag sem minnir um margt á sögu Rómeós og Júlíu. Eldri maður svipti sig lífi eftir að hafa gefist upp á að bíða eftir að konan sín vaknaði úr dái. Hún hafði legið í dái í fjóra mánuði eftir hjartaáfall. 22.1.2005 00:01
Listinn ekki lengur til Listi hinna staðföstu þjóða er ekki lengur til, og því illgerlegt fyrir stjórnvöld að taka Íslendinga af honum. Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times í gær virðist litla sem enga athygli hafa vakið. 22.1.2005 00:01
Ótti í aðdraganda kosninga í Írak Ótti einkennir lífið í Írak þessi dægrin, í aðdraganda frjálsra kosninga sem eiga að fara þar fram eftir rúma viku. Jón Ársæll Þórðarson er staddur þar og segir viðmælendur sína of hrædda til að fara á kjörstað. 22.1.2005 00:01
Deilt um dreifingu hjálpargagna Skærur og þrætur torvelda hjálparstarf í þeim tveimur löndum sem verst urðu úti í flóðbylgjunni í Asíu. Deilt er um dreifingu hjálpargagna og tækifærið jafnvel notað til að klekkja á andstæðingum. 22.1.2005 00:01
Listinn ekki lengur notaður Ísland er ekki lengur á neinum lista yfir bandamenn Bandaríkjanna í Íraksmálinu, samkvæmt því sem Reuters-fréttastofan hafði eftir ónefndum bandarískum embættismanni í gær. 22.1.2005 00:01
Hafa fallist á vopnahlé Abu Muhammed, einn af talsmönnum Al Aksa píslarvottarsveitanna, sagði í gær að sveitirnar gætu fallist á vopnahlé, svo framarlega sem Ísraelsmenn samþykkja einnig að hætta árásum á Palestínumenn og leysi jafnframt palestínska fanga úr haldi. 22.1.2005 00:01
Bjargað eftir 25 daga Michael Mangal var bjargað af örlítilli eyju í Indlandshafi á föstudaginn. Hann hafði verið þar einn í 25 daga, eða allt frá því flóðbylgjan mikla reið yfir á jóladag. 22.1.2005 00:01
Sprenging við mosku sjíta Að minnsta kosti átta féllu í valinn í morgun þegar bílsprengja sprakk utan við mosku sjíta í vesturhluta Bagdad í Írak. Að minnsta kosti 38 slösuðust í árásinni en að sögn lögreglu er talið líklegt að tala látinna og slasaðra eigi eftir að hækka. 21.1.2005 00:01
Al-Zarqawi býst við löngu stríði Hryðjuverkaleiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi í Írak segir fylgismönnum sínum að búa sig undir að stríðið gegn Bandaríkjamönnum kunni að vara í áraraðir. Á nýrri hljóðupptöku, sem sögð er frá al-Zarqawi, segir hann jafnframt að Omar Hadid, einn af leiðtogum al-Qaida í borginni Fallujah, hafi fallið í bardögum við Bandaríkjamenn en talið var að hann hefði komist lífs af. 21.1.2005 00:01
Allir fái nauðsynleg næringarefni Neyðaraðstoð í Ache-héraði í Indónesíu miðar nú að því að fólk fái öll nauðsynleg næringarefni en ekki bara magafylli af hverju sem er. Nær allir sem voru matarþurfi hafa nú fengið mat en að sögn yfirnæringarfræðings Sameinuðu þjóðanna er óttast að einhæf fæða geti leitt til þess að fórnarlömb hamfaranna veikist. 21.1.2005 00:01
Fjölmenn mótmæli í Washington Tugþúsundir manna mótmæltu þegar George Bush sór embættiseið með mikilli viðhöfn í Washington í gær. Þrátt fyrir gríðarlega öryggisgæslu náði hluti mótmælendanna að brjóta sér leið inn á svæði, sem lögregla hafði girt af, við Pennsylvaníu-breiðstræti. Lögreglumenn beittu piparúða til þess að brjóta mótmælin á bak aftur. 21.1.2005 00:01
Jeb Bush verði arftaki bróður síns Í nýjasta tímariti The Economist er Jeb Bush, bróður núverandi Bandaríkjaforseta, slegið upp sem vænlegasta arftaka hans innan Repúblikanaflokksins. Dick Cheney, núverandi varaforseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram árið 2008. Það opnar leiðina fyrir Jeb Bush, sem nú er ríkisstjóri í Flórída og verður það til ársins 2006. 21.1.2005 00:01
Fjórtán látnir í sprengjuárás Nú er ljóst að 14 hafa látist og 40 særst í sjálfsmorðssprengjuárás nærri mosku sjíta í vesturhluta Bagdad í morgun. Fjölmargir voru á leið til bæna í moskunni þegar bíl var ekið að henni og hann sprengdur í loft upp, en í gær hófst Eid al-Adha, trúarhátíð múslíma. 21.1.2005 00:01
Cheney viðrar áhyggjur af Íran Íran er efst á lista bandarískra stjórnvalda yfir vandræðasvæði víðs vegar um heiminn, að sögn Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta kom fram í útvarpsviðtali í gær, en undanfarna daga hafa borist af því fregnir að Bandaríkjastjórn leggi á ráðin um innrás í Íran. Talsmenn stjórnvalda hafa neitað þessu. 21.1.2005 00:01
Boston skotmark hryðjuverkamanna Boston-borg er talin líklegt skotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna sem sagðir eru ætla sér að nota svokallaðar óhreinar sprengjur, en það eru hefðbundnar sprengjur blandaðar geislavirkum bútum sem ætlað er að valda sem mestri ringulreið. 21.1.2005 00:01
Vill útrýma harðstjórn í heiminum Geogre Bush Bandaríkjaforseti hét því að brúa gjána á milli andstæðra hreyfinga í Bandaríkjunum og að útrýma harðstjórn um allan heim í setningarræðu sinni í gær. Ríflega helmingur Bandaríkjamanna efast um fyrirætlanir forsetans. 21.1.2005 00:01
Fórnarlömb hamfaranna þurfa vinnu Vinna er það sem fórnarlömb hamfaranna í Suðaustur-Asíu þurfa helst á að halda. Annars er hætta á að fólk venjist matargjöfum og að frumkvæði lognist út af. Þetta er mat stjórnenda hjálparstarfs á svæðinu, sem segja uppbyggingarstarf nú taka við af neyðarhjálp. 21.1.2005 00:01
Íslenskrar stúlku leitað í Álaborg Lögreglan í Álaborg í Danmörku leitaði í nótt að14 ára íslenskri stúlku sem yfirgaf heimili sitt í Álaborg eftir miðnætti. Hún skildi eftir kveðjubréf sem gaf lögreglu tilefni til að ætla að hún hygðist vinna sér mein. Að sögn lögreglunnar í Álaborg fannst stúlkan fyrir rúmri hálfri klukkustund og hafði hún falið sig hjá vinkonu sinni. 21.1.2005 00:01
Má banna slæður á vinnustað Dansk Supermarked, sem er stærsta matvörukeðja Danmerkur, er í fullum rétti til að banna starfsfólki sínu að bera slæður og klúta sem tengjast trúarbrögðum þess. Hæstiréttur Danmerkur kvað upp dóm þessa efnis í morgun og staðfesti þar með dóm undirréttar. 21.1.2005 00:01
Danskir hermenn sóttir til saka Fimm danskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að beita írakska fanga harðræði í höfuðstöðvum danska herliðsins í Suður-Írak í fyrra. Um er að ræða hershöfðingja og fjóra herlögreglumenn sem er gefið að sök að hafa kúgað fangana við yfirheyrslur. 21.1.2005 00:01
Lenín endist í 100 ár í viðbót Líkið af Lenín sem er til sýnis í grafhýsi hans á Rauða torginu er enn í góðu standi og endist að minnsta kosti eitt hundrað ár í viðbót, en í dag er 81 ár síðan byltingarleiðtoginn lést. Einn sérfræðinganna sem annast líkið, segir að það fari hins vegar að líða að því að leiðtoginn þurfi að fá ný föt. 21.1.2005 00:01
ESB íhugar auglýsingabann Evrópusambandið íhugar að banna auglýsingar á sælgæti og skyndibitamat grípi framleiðendur ekki sjálfir til sinna ráða. Offituvandi barna og unglinga í Evrópu er alvarlegur að mati matvælaráðherra sambandsins sem ætlar að leggja fram tillögur að samræmdum reglum sem fyrirtækin geti sett sér í þessu efni. 21.1.2005 00:01
Funda um trúnað í utanríkisnefnd Halldór Ásgrímsson neitar að verða við beiðni fjölmiðla um viðtal vegna Íraksmálsins. Formaður utanríkismálanefndar segir að ekki standi til að aflétta trúnaði á fundargerðum nefndarinnar. </font /></b /> 21.1.2005 00:01
Tveir menn hálshöggnir í Írak Hópur á vegum al-Qaida hryðjuverkaleiðtogans Abus Musabs al-Zarqawis sendi frá sér myndband á Netinu fyrr í dag þar sem sýnt er þegar tveir Írakar eru hálshöggnir, en þeir eiga að hafa unnið í bandarískri herstöð. 21.1.2005 00:01