Erlent

Páfinn líti í eigin barm

Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, vísar á bug gagnrýni Jóhannesar Páls páfa sem hefur mótmælt lögleiðingu fóstureyðinga og því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Ráðherrann segir að afstaða kirkjunnar gangi í sumum tilfellum gegn boðskap Jesú Krists. Ráðherrann sagði að ríkið gæti ekki troðið trú upp á fólk heldur ætti fólkið að ráða sínum trúmálum sjálft. hann sagði að ef kaþólska kirkjan teldi guðsótta manna fara hnignandi ætti hún ef til vill að líta í eigin barm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×