Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar 28. desember 2004 00:01 Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar er hafin af fullum krafti, fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf til handa. Ríkisstjórnir víðs vegar að úr heiminum hafa lagt til hjálpargögn og fjármuni og alþjóðleg hjálparsamtök hafa komið sér fyrir á vettvangi. Sigrún Árnadóttir, frkvstj. Rauða kross Íslands, segir mikilvægast á þessari stundu að útvega mat og skjól og koma í veg fyrir sjúkdóma. Erfitt sé hins vegar að bregðast við á áhrifaríkan hátt því hamfarasvæðið er gríðarlega stórt. Allir sem einn Aldrei í sögunni hefur jafn umfangsmikilli neyðaraðstoð verið hrundið í framkvæmd og nú í kjölfar náttúruhamfaranna við Bengalflóa sem kostuðu tugi þúsunda mannslífa. Flóttamannahjálp SÞ hefur sett upp bækistöðvar á Sri Lanka og dreifir þaðan mat, fatnaði, teppum og öðrum nauðsynjum til þeirra sem um sárt eiga að binda en ekkert land varð eins illa úti í hamförunum og þetta eyríki undan ströndum Indlands. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi í gær flugvél hlaðna 45 tonnum af matvælum frá Kaupmannahöfn til Sri Lanka. Þau ríki austanverðrar Asíu sem ekki urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunum hafa brugðist fljótt við neyðarkalli nágranna sinna. Japanir hafa lofað að reiða fram sem nemur 2,5 milljörðum króna til kaupa á matvælum og lyfjum. Singapúrar og Filipsseyingar eru í þann mund að senda lækna og hjúkrunarfólk til hamfarasvæða og kínversk hafa þegar gefið 160 milljónir króna til viðbótar við risafarma af teppum og kjötdósum. Ekki má gleyma þætti auðkýfings nokkurs frá Hong Kong, Li Ka-shing, sem ætlar að leggja fram 200 milljónir króna til þeirra sem harðast urðu úti. Velflest ríki Evrópu, með Frakkland, Bretland og Þýskaland í broddi fylkingar, hafa brugðist hratt við með matar- og peningasendingum og Evrópusambandið hefur lofað rúmum 2,5 milljörðum króna. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamönnum. Sjúkdómshætta Ásamt Sameinuðu þjóðunum er Alþjóða Rauði krossinn þau alþjóðasamtök sem mest mæðir á í hjálparstarfinu. Sigrún Árnadóttir, frkvstj. Rauða kross Íslands segir allar aðgerðir vera sérstaklega flóknar nú vegna þess hversu víðfeðmt hamfarasvæðið er og margir þurfa á hjálp að halda. "Í öllum þessum löndum eru landsfélög Rauða krossins eða Rauða hálfmánans að störfum, í samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn," segir hún. "Þegar er farið að flytja hjálpargögn úr vöruskemmum héðan og þaðan til svæðanna," bætir Sigrún við en birgðir af matvælum, fatnaði, teppum og tjöldum eru geymdar víða um heim sem gripið er til þegar hamfarir verða. Sigrún segir að á þessari stundu sé mikilvægast að koma matvælum og hjúkrunargögnum til eftirlifenda og koma þeim í eitthvert skjól. Síðan verður fljótlega farið að huga að því að koma ættingjum og fjölskyldum saman. "Það er flókið og erfitt að halda yfirsýn og vandasamt að ná til allra sem á aðstoð þurfa að halda." Mikil sjúkdómshætta er á flóðasvæðunum og líkur á að pestir sem smitast með óhreinu vatni, til dæmis malaría og kólera, breiðist hratt út. Þetta gerist þegar vatnsleiðslur fara í sundur og drykkjarvatn blandast óhreinu vatni. Rotnandi lík og dýrahræ eru sérlega varasöm því þau geta mengað vatnsból. Góð viðbrögð hérlendis Íslensk stjórnvöld veittu þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Fjárveitingunni er veitt til Rauða Kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila. Sigrún segir að peningunum verði varið til kaupa á fatnaði, mat, tjöldum og slíku. Hún kveðst mjög ánægð með þetta framtak stjórnvalda og ekki síður með viðbrögð almennings sem í gær hafði gefið rúmar sjö milljónir króna í símasöfnun samtakanna. Einn Íslendingur, Hlér Guðjónsson, er á leið utan á vegum Rauða krossins. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar er hafin af fullum krafti, fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf til handa. Ríkisstjórnir víðs vegar að úr heiminum hafa lagt til hjálpargögn og fjármuni og alþjóðleg hjálparsamtök hafa komið sér fyrir á vettvangi. Sigrún Árnadóttir, frkvstj. Rauða kross Íslands, segir mikilvægast á þessari stundu að útvega mat og skjól og koma í veg fyrir sjúkdóma. Erfitt sé hins vegar að bregðast við á áhrifaríkan hátt því hamfarasvæðið er gríðarlega stórt. Allir sem einn Aldrei í sögunni hefur jafn umfangsmikilli neyðaraðstoð verið hrundið í framkvæmd og nú í kjölfar náttúruhamfaranna við Bengalflóa sem kostuðu tugi þúsunda mannslífa. Flóttamannahjálp SÞ hefur sett upp bækistöðvar á Sri Lanka og dreifir þaðan mat, fatnaði, teppum og öðrum nauðsynjum til þeirra sem um sárt eiga að binda en ekkert land varð eins illa úti í hamförunum og þetta eyríki undan ströndum Indlands. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi í gær flugvél hlaðna 45 tonnum af matvælum frá Kaupmannahöfn til Sri Lanka. Þau ríki austanverðrar Asíu sem ekki urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunum hafa brugðist fljótt við neyðarkalli nágranna sinna. Japanir hafa lofað að reiða fram sem nemur 2,5 milljörðum króna til kaupa á matvælum og lyfjum. Singapúrar og Filipsseyingar eru í þann mund að senda lækna og hjúkrunarfólk til hamfarasvæða og kínversk hafa þegar gefið 160 milljónir króna til viðbótar við risafarma af teppum og kjötdósum. Ekki má gleyma þætti auðkýfings nokkurs frá Hong Kong, Li Ka-shing, sem ætlar að leggja fram 200 milljónir króna til þeirra sem harðast urðu úti. Velflest ríki Evrópu, með Frakkland, Bretland og Þýskaland í broddi fylkingar, hafa brugðist hratt við með matar- og peningasendingum og Evrópusambandið hefur lofað rúmum 2,5 milljörðum króna. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamönnum. Sjúkdómshætta Ásamt Sameinuðu þjóðunum er Alþjóða Rauði krossinn þau alþjóðasamtök sem mest mæðir á í hjálparstarfinu. Sigrún Árnadóttir, frkvstj. Rauða kross Íslands segir allar aðgerðir vera sérstaklega flóknar nú vegna þess hversu víðfeðmt hamfarasvæðið er og margir þurfa á hjálp að halda. "Í öllum þessum löndum eru landsfélög Rauða krossins eða Rauða hálfmánans að störfum, í samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn," segir hún. "Þegar er farið að flytja hjálpargögn úr vöruskemmum héðan og þaðan til svæðanna," bætir Sigrún við en birgðir af matvælum, fatnaði, teppum og tjöldum eru geymdar víða um heim sem gripið er til þegar hamfarir verða. Sigrún segir að á þessari stundu sé mikilvægast að koma matvælum og hjúkrunargögnum til eftirlifenda og koma þeim í eitthvert skjól. Síðan verður fljótlega farið að huga að því að koma ættingjum og fjölskyldum saman. "Það er flókið og erfitt að halda yfirsýn og vandasamt að ná til allra sem á aðstoð þurfa að halda." Mikil sjúkdómshætta er á flóðasvæðunum og líkur á að pestir sem smitast með óhreinu vatni, til dæmis malaría og kólera, breiðist hratt út. Þetta gerist þegar vatnsleiðslur fara í sundur og drykkjarvatn blandast óhreinu vatni. Rotnandi lík og dýrahræ eru sérlega varasöm því þau geta mengað vatnsból. Góð viðbrögð hérlendis Íslensk stjórnvöld veittu þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Fjárveitingunni er veitt til Rauða Kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila. Sigrún segir að peningunum verði varið til kaupa á fatnaði, mat, tjöldum og slíku. Hún kveðst mjög ánægð með þetta framtak stjórnvalda og ekki síður með viðbrögð almennings sem í gær hafði gefið rúmar sjö milljónir króna í símasöfnun samtakanna. Einn Íslendingur, Hlér Guðjónsson, er á leið utan á vegum Rauða krossins.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira