Brýnt að bæta samskipti við Rússa 28. desember 2004 00:01 Viktor Júsjenko, sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu, segir að sitt fyrsta verk sem forseti landsins verði að fara til Moskvu og reyna að bæta samskipti Úkraínu og Rússlands. Júsjenko segir að samskipti ríkjanna hafi verið "afmynduð" af úkraínskum viðskiptaklíkum. Í gær var lokið við að telja atkvæðin og var Júsjenko með tæp 52 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Viktor Janúkovitsj með rúm 44 prósent. Janúkovitsj situr þó enn við sinn keip og neitar að viðurkenna sigur Júsjenkos og segist munu kæra úrslitin til Hæstaréttar. Evrópuráðið hefur hvatt Janúkovitsj til að viðurkenna sigur Júsjenkos.Búist er við endanlegum tölum á föstudag. Klofningur Úkraínu í austur og vestur hefur gleikkað enn frekar í kosningabaráttunni, en Janúkovitsj naut mikils stuðnings í austri þar sem almenningur talar rússnesku, en Júsjenko nýtur velvildar Vesturlanda. Vladimir Pútin Rússlandsforseti studdi ötullega við bakið á Janúkovitsj í kosningunum og viðurkenndi hann sem löglegan sigurvegara fyrri kosninganna í nóvember sem dæmdar voru ólöglegar. Pútin mun vera uggandi vegna stækkunar Evrópusambandsins og NATO í austurátt. Rússland á miklar fjárfestingar í Úkraínu og landið er stór markaður fyrir rússneskan neysluvarning. Júsjenko segir það fyrir öllu að ríkin bæti samskiptin sín á milli enda séu þau nágrannar og deili að miklu leyti sömu menningu og sögu. Hann segir að viðskiptaklíkur í Úkraínu hafi brenglað samskipti ríkjanna og þær hafi verið farnar að mynda vísi að fámennisstjórn auðmanna. Júsjenko telur þó erfitt að styrkja tengsl ríkjanna efnahagslega séð á meðan það eru ekki samræmdar reglugerðir í tolla- og skattastefnum. Þá hyggst Júsjenko styrkja tengslin við Vesturlönd meðal annars með því að auka ábyrgð Úkraínu innan ESB með það að markmiði að geta sótt um aðild að sambandinu eftir þrjú til fimm ár. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Viktor Júsjenko, sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu, segir að sitt fyrsta verk sem forseti landsins verði að fara til Moskvu og reyna að bæta samskipti Úkraínu og Rússlands. Júsjenko segir að samskipti ríkjanna hafi verið "afmynduð" af úkraínskum viðskiptaklíkum. Í gær var lokið við að telja atkvæðin og var Júsjenko með tæp 52 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Viktor Janúkovitsj með rúm 44 prósent. Janúkovitsj situr þó enn við sinn keip og neitar að viðurkenna sigur Júsjenkos og segist munu kæra úrslitin til Hæstaréttar. Evrópuráðið hefur hvatt Janúkovitsj til að viðurkenna sigur Júsjenkos.Búist er við endanlegum tölum á föstudag. Klofningur Úkraínu í austur og vestur hefur gleikkað enn frekar í kosningabaráttunni, en Janúkovitsj naut mikils stuðnings í austri þar sem almenningur talar rússnesku, en Júsjenko nýtur velvildar Vesturlanda. Vladimir Pútin Rússlandsforseti studdi ötullega við bakið á Janúkovitsj í kosningunum og viðurkenndi hann sem löglegan sigurvegara fyrri kosninganna í nóvember sem dæmdar voru ólöglegar. Pútin mun vera uggandi vegna stækkunar Evrópusambandsins og NATO í austurátt. Rússland á miklar fjárfestingar í Úkraínu og landið er stór markaður fyrir rússneskan neysluvarning. Júsjenko segir það fyrir öllu að ríkin bæti samskiptin sín á milli enda séu þau nágrannar og deili að miklu leyti sömu menningu og sögu. Hann segir að viðskiptaklíkur í Úkraínu hafi brenglað samskipti ríkjanna og þær hafi verið farnar að mynda vísi að fámennisstjórn auðmanna. Júsjenko telur þó erfitt að styrkja tengsl ríkjanna efnahagslega séð á meðan það eru ekki samræmdar reglugerðir í tolla- og skattastefnum. Þá hyggst Júsjenko styrkja tengslin við Vesturlönd meðal annars með því að auka ábyrgð Úkraínu innan ESB með það að markmiði að geta sótt um aðild að sambandinu eftir þrjú til fimm ár.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira