Erlent

Landnemar láta undan

Tuttugu fjölskyldur í ísraelskri landnemabyggð hafa lýst sig viljugar til að flytjast frá hinu umdeilda Gasa-svæði. Þetta er fyrsta fólkið til að fallast á fyrirætlanir Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um brottflutning Ísraela frá Gasa svæðinu og hluta Vesturbakkans. Þótt um sé að ræða lítinn hluta landnema Gasa-svæðisins má segja að þetta séu fyrstu merki þess að brestir séu að koma í mótspyrnu íbúa svæðisins gegn Sharon. Hingað til hafa íbúarnir staðið saman og mótmælt öllum áformum um brottflutning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×