Erlent

Bylgjan hreif lest af teinum sínum

Rúmlega þúsund farþegar í lest meðfram strönd Indónesíu fórust þegar flóðbylgjan skall á land og hreif lestarvagnana með sér af teinunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Indónesíu var lestin stöðvuð á sunnudagsmorgun skömmu áður en bylgjan gekk á land. Sumir farþeganna freistuðu þess að bjarga sér með því að klifra upp á vagnana en það var til einskis. Óvíst er hversu margir lifðu af. Líkin voru flest hver fjarlægð af vettvangi eftir stutta athöfn að sið búddista en fingraför voru tekin af flestum líkanna svo hægt væri að bera kennsl á þau síðar meir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×