Erlent

Alnæmissmituðum fjölgar í Danmörku

Fleiri karlar hafa greinst með alnæmissmit í Danmörku í ár en greinst hafa á ári síðustu tólf árin. Sérfræðingar í heilbrigðismálum telja að þetta megi rekja til þess að menn séu orðnir kærulausari en áður, ekki síst vegna þess árangurs sem náðst hefur í baráttunni við sjúkdóminn með lyfjagjöfum. Þeir vilja blása til átaks til að hvetja sam- og tvíkynheigða karlmenn til öruggs kynlífs en heilbrigðisyfirvöld hafa ekkert slíkt í hyggju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×