Erlent

Óttast leka úr kjarnorkuveri

Ótti við leka úr kjarnorkuveri í nágrenni Kelambakkam á Suður-Indlandi hamlar þar hjálparstarfi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar og segir þar að systurfélag þess, Social Action Movement, séu einu hjálparsamtökin sem hafi komið fórnarlömbum flóðbylgnanna þar til aðstoðar. Fimm verkfræðingar eru sagðir hafa drukknað í flóðbylgjunum og sterkur orðrómur er um að kjarnorkuverið sé tekið að leka. Tíu þorp á þessu svæði eru talin hafa svo gott sem skolað burt í heilu lagi. Sár skortur er á hjálpargögnum og fjárhagsaðstoð. Hjálparstarf kirkjunnar tekur á móti framlögum til neyðaraðstoðar og getur fólk meðal annars hringt í söfnunarsímann 907 2002 og dragast þá eitt þúsund krónur af símreikningnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×