Ellefu Íslendingar enn ófundnir 28. desember 2004 00:01 Talið er að meira en 50 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum sem átti upptök sín við Súmötru á sunnudaginn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að þessi tala geti allt að tvöfaldast vegna sjúkdóma og farsótta. Leitað hefur verið að Íslendingum á sjúkrahúsum á eyjunni Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft uppi á ellefu manns. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Átta Íslendingar halda enn til á hóteli sínu á Patong-strönd á Phuket. Margrét Þorvaldsdóttir, ein úr hópnum, segir hópinn hafa fundið mikinn hlýhug að heiman. "Við erum öll saman og höldum ró. Við erum mest hér á hótelinu og næsta nágrenni og förum lítið niður í miðbæ," segir Margrét. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja landsmanna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Srí Lanka. Þórir segir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Srí Lanka á næstu dögum til almennra hjálparstarfa. Aldrei í sögunni hefur jafn umfangsmikilli neyðaraðstoð verið hrundið í framkvæmd og nú í kjölfar náttúruhamfaranna við Bengalflóa. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir mikilvægast á þessari stundu að útvega mat og skjól og koma í veg fyrir sjúkdóma. Erfitt sé hins vegar að bregðast við á áhrifaríkan hátt því að hamfarasvæðið er gríðarlega stórt. Jarðskjálftinn á sunnudaginn er eins og staðan er í dag níundi mannskæðasti jarðskjálftinn frá því árið 1900. Mannskæðasti skjálftinn á síðustu öld varð sumarið 1976 í borginni Tangshan í norðausturhluta Kína. Þá létust um 255 þúsund manns í jarðskjálfta sem mældist 7,5 á Richter-skala. Mannskæðasti jarðskjálfti mannkynssögunnar varð hins vegar 23. janúar árið 1556. Talið er að um 830 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem skók héraðið Shensi í Kína. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Talið er að meira en 50 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum sem átti upptök sín við Súmötru á sunnudaginn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að þessi tala geti allt að tvöfaldast vegna sjúkdóma og farsótta. Leitað hefur verið að Íslendingum á sjúkrahúsum á eyjunni Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft uppi á ellefu manns. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Átta Íslendingar halda enn til á hóteli sínu á Patong-strönd á Phuket. Margrét Þorvaldsdóttir, ein úr hópnum, segir hópinn hafa fundið mikinn hlýhug að heiman. "Við erum öll saman og höldum ró. Við erum mest hér á hótelinu og næsta nágrenni og förum lítið niður í miðbæ," segir Margrét. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja landsmanna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Srí Lanka. Þórir segir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Srí Lanka á næstu dögum til almennra hjálparstarfa. Aldrei í sögunni hefur jafn umfangsmikilli neyðaraðstoð verið hrundið í framkvæmd og nú í kjölfar náttúruhamfaranna við Bengalflóa. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir mikilvægast á þessari stundu að útvega mat og skjól og koma í veg fyrir sjúkdóma. Erfitt sé hins vegar að bregðast við á áhrifaríkan hátt því að hamfarasvæðið er gríðarlega stórt. Jarðskjálftinn á sunnudaginn er eins og staðan er í dag níundi mannskæðasti jarðskjálftinn frá því árið 1900. Mannskæðasti skjálftinn á síðustu öld varð sumarið 1976 í borginni Tangshan í norðausturhluta Kína. Þá létust um 255 þúsund manns í jarðskjálfta sem mældist 7,5 á Richter-skala. Mannskæðasti jarðskjálfti mannkynssögunnar varð hins vegar 23. janúar árið 1556. Talið er að um 830 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem skók héraðið Shensi í Kína.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira