Erlent

Dæmdir fyrir njósnir í Kína

Fjórir Taívanbúar hafa verið handteknir í Kína og dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Fólkið er á aldrinum 26-63 ára. Að auki var einn Kínverji dæmdur fyrir að aðstoða við njósnirnar. Leyniþjónustur Kína og Taívans stunda umfangsmiklar njósnir enda grannt fylgst með atburðum í báðum löndum frá því að Taívanar klufu sig frá yfirráðum meginlandsstjórnarinnar árið 1949.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×