Erlent

370 milljónir frá páfagarði

Páfagarður hefur safnað sex milljónum dollara, um 370 milljónum íslenskra króna, sem ætlað er að veita í neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb flóðanna í Suðaustur-Asíu. Jóhannes Páll páfi kallaði á aðstoð alþjóðasamfélagsins strax á sunnudag þegar tala látinna var aðeins um 3000 en hún er nú komin yfir 50 þúsund og fer hækkandi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að kostnaðurinn við neyðaraðstoð á hamfarasvæðunum muni hlaupa á milljörðum dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×