Erlent

Janúkovítsj leitar til Hæstaréttar

Úkraínski forsætisráðherrann Viktor Janúkovítsj neitar að játa sigur Viktors Júsjenkos í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í fyrradag. Hann hefur lýst því yfir að hann muni leita til Hæstaréttar Úkraínu til þess að fá úrslitunum hnekkt. Janúkovítsj hefur lagt inn í kringum fimm þúsund kvartanir yfir því hvernig staðið var að talningu atkvæða. Í kringum tólf þúsund erlendir embættismenn fylgdust með framkvæmd kosninganna og telja þeir að þær hafi að mestu farið vel fram. Þegar búið var að telja 99,66% atkvæða var stjórnarandstæðingurinn Viktor Júsjenko með rúm 50% atkvæða en Janúkovítsj með um 44% atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×