Erlent

24 Norðurlandabúar látnir

Að minnsta kosti 24 Norðurlandabúar hafa látist í flóðbylgjunum í Suðaustur-Asíu og óttast er um afdrif fjölda annarra sem er saknað. Af hinum látnu eru tíu Norðmenn, níu Svíar, þrír Danir og tveir Finnar. Utanríkisráðherra Svía segir að sænska þjóðin sé í losti vegna hörmunganna, en um 1500 Svíar eru á svæðinu og margra þeirra er saknað. Auk Svíanna er vitað um 200 danska ferðamenn á svæðinu en óttast er um afdrif fjórtán þeirra. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er ekki vitað um 600 Norðmenn, en norsk yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×