Erlent

Lélegt sjónvarpsefni bannað

Ríkisstjórn Spánar og helstu sjónvarpsstöðvar landsins hafa samþykkt að banna "rusl" sjónvarpsþætti á þeim tímum sólarhrings þegar börn gætu verið að horfa. Aðstoðarforsætisráðherra Spánar, Maria Teresa Fernandez de la Vega sagði í gær að viðmið um hvað megi sýna á milli sex á morgnana og tíu á kvöldin verði bráðlega birt og að ríkið muni fylgjast með að farið verði eftir þeim viðmiðum. Hún vildi þó ekki segja til um hvaða sjónvarpsþættir yrðu teknir af dagskrá. Fulltrúar einkarekinna sjónvarpsstöðva hafa mótmælt þessum ríkisafskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×