Erlent

Clinton á fullt skrið

„Ef þetta er ekki gott fyrir hjartað, þá er það varla neitt," sagði Bill Clinton um kosningafund sem hann tók þátt í með John Kerry í Philadelphiu í gær. Forsetinn fyrrverandi kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir rúmum tveim mánuðum og gagnrýndi George Bush harðlega við það tækifæri. Clinton sagði Bush reyna að telja óákveðnum kjósendum trú um að það væri hættulegt að kjósa Kerry og reyndi að fæla ákveðna kjósendur frá kjörstöðum með áróðri. Hann sagði að fólk gæti valið á milli frambjóðanda sem hvetti það til að hugsa og frambjóðanda sem hvetti það til að hræðast og þegar svo væri, yrði fólk að velja hugsun fremur en hræðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×