Erlent

Taka harðar á peningaþvætti

Kínversk stjórnvöld hafa hert aðgerðir gegn peningaþvætti í landinu og frá og með deginum í dag, ber öllum bönkum og fjármálastofnunum að tilkynna sérstaklega um allar óvenjulega háar upphæðir, sem eru millifærðar erlendis frá. Yfirvöld vona að með þessu verði hægt að draga verulega úr peningaþvætti, en óttast er að það sé stundað í stórum stíl í Kína. Héðan í frá verður að tilkynna um millifærslur frá einstaklingum og fyrirtækjum, sem nema meira en tíu þúsund bandaríkjadölum, eða sem samsvarar rúmlega sjö hundruð þúsund íslenskum krónum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×