Erlent

Ætla að hætta með dollara

Kúbanar hyggjast hætta viðskiptum með bandaríkjadali frá og með 8. nóvember, vegna ákvörðunar Bandaríkjamanna að herða enn á viðskiptabanni við Kúbu. Bandaríkjadalir hafa verið notaðir á Kúbu síðan 1993, en nú verður hætt að taka við þeim, auk þess sem Kúbanar sem ætla erlendis þurfa að borga 10% skatt af dollurum. Fidel Castro sagði í gær að Bandaríkjamenn væru enn staðráðnir í að valda Kúbu sem mestum erfiðleikum og því væri réttast að hætta notkun gjaldmiðils þeirra. Ef fólk vildi senda erlendan gjaldmiðil til ættingja sinna á Kúbu væri ráðlegast að senda Evrur, pund eða svissneskan franka. Að endingu gerði Castro grín að falli sínu í síðustu viku og hvatti hann fólk til þess að gæta sín þegar það gegni niður stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×