Erlent

Clinton á fundi með Kerry í dag

Bill Clinton mun í dag koma fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann var lagður inn á spítala vegna hjartaaðgerðar fyrir rúmum 2 mánuðum síðan. Clinton, sem kemur fram á kosningafundi John Kerrys í Philadelphiu, segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að hjálpa Kerry fram að kosningum, enda telji hann gríðarlegan mun á frambjóðendunum og kosningarnar skipti þar af leiðandi meira máli en oftast áður. Philadelphia er einmitt í Pennsylvaníu, sem er eitt þeirra fylkja sem mjög mjótt er á mununum og hvert atkvæði gæti þar skipt máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×