Erlent

Ættmenni vilja hann ekki

Sjö frændur og frænkur George Bush hafa sett á fót heimasíðu þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa hann ekki. Ættingjarnir, sem skildir eru forsetanum í þriðja ættlið, en hafa aldrei hitt hann, segja nausynlegt að lækna Bandaríkin af veikindunum sem þau hafi þjáðst af síðan Bush tók við völdum árið 2000. Á heimasíðunni segir meðal annars: „Ekki kjósa frænda okkar, því að blóð er þynnra en olía."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×