Erlent

Ekki bindandi fyrir Þjóðverja

Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi fyrir Þýskaland, heldur aðeins leiðbeinandi. Stjórnlagadómstóllinn segir rétt að hafa þær leiðbeiningar til hliðsjónar ef þær brjóta ekki í bága við stjórnarskrá Þýskalands. Þýski stjórnlagadómstóllinn rökstyður niðurstöðu með því að þýska stjórnarskráin sé hærra sett en mannréttindasáttmáli Evrópu. Þetta kemur fram á heimasíðu Heimsýnar hreyfingar sjálfstæðissina í Evrópumálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×