Erlent

Bush yfir

Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að George Bush hefur örlítið forskot á John Kerry fyrir forsetakosningarnar 2. nóvember næstkomandi. Spennan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fer nú að aukast til muna. John Kerry, frambjóðandi Demókrata, sagði í viðtali við póslka dagblaðið Gazeta, í morgun að Pólland væri sú mikilvægu brú, sem tengdi Bandaríkin við Evrópu. Litið er litið á þetta sem tilraun hjá honum til þess að tryggja sér atkvæði kjósenda af pólskum uppruna í væntanlegum kosningum. Kerry segist í viðtalinu vera þakklátur Póllandi fyrir að gegna veigamiklu hlutverki á þeim erfiðu tímum sem nú blasi við. Baráttan á milli Kerrys og Georges Bush, forseta Bandaríkjanna, sem sækist eftir endurkjöri, er nokkuð jöfn, en þó hefur Bush mælst með aðeins meira fylgi í nýjustu könnununum. Í kappræðum þeirra á dögunum sagði Bush að Pólland gegndi lykilhlutverki í Írak, sem einn helsti bandamaður Bandaríkjanna, með meira en 2500 hermenn á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×