Erlent

Aldrei jafnara

Það stefnir í æsilegar kosningar í Bandaríkjunum því að munurinn á forsetaframbjóðendunum John Kerry og George Bush er hverfandi nú þegar aðeins vika er í kosningarnar. Bandaríska fréttastofan ABC birti í dag nýja fylgiskönnun sem sýnir að John Kerry er komin með eins prósentuststigs forskot á George Bush. Þó munurinn sé innan skekkjumarka er þetta túlkað sem svo að allt geti gerst á þriðjudaginn eftir viku þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem er nýstiginn upp úr hjartaáfalli, ætlar að leggja Kerry lið á lokasprettinum og hóf sérstaka kosningaherferð fyrir hans hönd í gær. Demókratar binda miklar vonir við að stuðningur Clintons skipti sköpum og skili Kerry þeim óvissuatkvæðum sem hann þarf á að halda eigi hann að vinna Bush.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×