Erlent

6 farast á Gasa

MYND/AP
Sex palestínumenn fórust og sextán særðust þegar ísraelsmenn gerðu árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gasa í gærkvöldi, að þeirar sögn, og beittu til þess fjarstýrðri flugvél. Ísraelskir hermenn og skriðdrekasveit fylgdu í kjölfarið og fóru hús úr húsi í þeim tilgangi að koma í veg fyirr árásir palestínumanna á landtökubyggð gyðinga á Gush Katif svæðinu. Mikið ofbeldi hefur fylgt í kjölfar hugmynda um brottflutning gyðinga frá mörgum svonefndum landmenabyggðum. Ísraelsmenn vilja upprætta sem felsta herskáa palistínumenn áður en til þess kemur og palsetínumenn herja á ísraelsmenn í þeim tilgangi að brottflutningurinn líti út sem ósigur ísraelsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×