Erlent

380 tonn af sprengiefni týnd

Ekki er vitað um afdrif 380 tonna af sprengiefni, sem talið var að væru í írakskri vopnageymslu undir stjórn Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna segjast óttast að sprengiefnin seú ef til vill í höndum hryðjuverkamanna, sem gætu gert með þeim mikinn óskunda. Ekki er útilokað að hluti efnanna hafi þegar verið notaður í hryðjuverkaárásir. Töluvert er síðan upp um hvarf efnanna komst, en ekki þótti ráðlagt að gera upplýsingarnar opinberar fyrr en nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×