Erlent

Arafat fær leyfi til flutnings

Ísraelar hafa gefið Yasser Arafat leyfi til að yfirgefa Vesturbakkann til að gangast undir læknisaðgerð. Þessar fregnir gefa til kynna að veikindi Arafats séu alvarleg. Palestínskir embættismenn segja hins vegar að Arafat sé að jafna sig eftir flensu og að hann muni ekki þiggja boð Ísraelsmanna. Heilsufar Arafats hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið en fyrir stuttu flugu læknar frá Túnis og Egyptalandi til Vesturbakans til að skoða Arafat. Ísraelsmenn segja að leyfið hafi verið veitt eftir að ósk um það barst frá Palestínskum embættismönnum en þeir neita hins vegar að hafa óskað eftir leyfinu. Arafat hefur ekki fengið leyfi til að yfirgefa svæðið í tvö og hálft ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×