Fleiri fréttir Fékk aðeins 95 prósent atkvæða Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var endurkjörinn sem forseti með 95 prósentum greiddra atkvæða að sögn embættismanna. Þetta er heldur lakari niðurstaða fyrir forsetann en í síðustu kosningum, sem fóru fram 1999, þá hlaut hann 99,4 prósent atkvæða samkvæmt opinberum tölum. 25.10.2004 00:01 Fyrrum forseti sýknaður Rolandas Paksas, fyrrum forseti Litháens, var á mánudag sýknaður af ákærum um að hafa greint fjárhagslegum bakhjarli sínum frá ríkisleyndarmálum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að forsetinn fyrrverandi hefði gert það sem hann var sakaður um. 25.10.2004 00:01 Höfuðpaur Sínaí-árása fundinn Höfuðpaur hryðjuverkamannanna sem sprengdu hótel á Sínaískaga og kostuðu 34 einstaklinga lífið var Palestínumaður sem lést í árásinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar egypsku lögreglunnar. 25.10.2004 00:01 49 lík írakskra hermanna finnast Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi. 24.10.2004 00:01 Kosningar í Litháen í dag Kosið er til þings í Litháen í dag og er grannt fylgst með kosningunum, bæði í Rússlandi og innan Evrópusambandsins. Efnahagur Litháens vex nú hraðar en efnahagskerfi annarra Evrópusambandslanda. 24.10.2004 00:01 Bandarískur embættismaður drepinn Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu. 24.10.2004 00:01 Bush enn með 2% forskot Bush Bandaríkjaforseti hefur áfram um tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnum Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Hvorugur frambjóðendinn nær þó helmings fylgi; Bush er með fjörutíu og átta prósent og Kerry með fjörutíu og sex. 24.10.2004 00:01 Uppgjöf aðalkeppinautar Karzais Yunus Qanuni, aðalkeppinautur Hamid Karzais, bráðabirgðaforseta Afganistans, um embættið í kosningunum um þarsíðustu helgi, hefur játað sig sigraðan þótt talning atkvæða sé ekki lokið. Karzai hefur fengið 55,3% atkvæða en Qanuni 16,2% þegar aðeins á eftir að telja rúm fimm prósent greiddra atkvæða. 24.10.2004 00:01 Þúsundir á vergangi Þúsundir þreyttra og óttasleginna íbúa norðurhluta Tókýó hafa nú hafst við í tvær nætur í skýlum, bílum eða á bersvæði frá því að mannskæðasti jarðskjálftinn þar í landi í tæpan áratug reið yfir. 24.10.2004 00:01 Búlgarar særðust í sprengingu Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu. 24.10.2004 00:01 Ríkisstjórn mynduð sem fyrst Albanskir stjórnmálaflokkar eru sigurvegarar kosninganna í Kósóvó. Við því var reyndar búist þar sem um níutíu prósent íbúa héraðsins eru af albönsku bergi brotin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó hvöttu í dag leiðtoga flokkanna til að mynda nýja ríkisstjórn sem fyrst. 24.10.2004 00:01 Blaðamönnunum bráðum sleppt Tveimur frönskum blaðamönnum sem haldið hefur verið í gíslingu í Írak á þriðja mánuð verður sleppt áður en langt um líður, að sögn talsmanns íraks hóps. Frönsk útvarpsstöð tók við hann viðtal um síma frá Bagdad. Franska utanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um þessi nýjustu tíðindi. 24.10.2004 00:01 49 írakskir hermenn aflífaðir Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist í Írak um helgina. Talið er að skæruliðar hafi ráðist á þá þar sem þeir voru á leið heim í frí, og tekið þá af lífi. 24.10.2004 00:01 Karzai forseti Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Afganistan, verður að öllum líkindum næsti forseti Afganistans. Verður hann þar með sá fyrsti sem kosinn er í landinu með lýðræðislegum hætti. 24.10.2004 00:01 51 hermaður drepinn Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum 24.10.2004 00:01 21 fórst í Japan Að minnsta kosti 21 fórst og um tvö þúsund manns slösuðust í mikilli jarðskjálftahrinu í Japan sem hófst á laugardagskvöld. Í gær var talið að von væri á öðrum stórum skjálfta. 24.10.2004 00:01 Fær stuðning Washington Post Hið áhrifaríka dagblað, Washington Post, hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna 24.10.2004 00:01 Flutti 12 fanga í laumi frá Írak Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna. 24.10.2004 00:01 Vændishringir upprættir Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manneskjur úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi. 24.10.2004 00:01 Brasilískur sigurvegari Pricilla de Almeda, læknanemi frá Brasilíu, var kjörin ungfrú jörð í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Filippseyjum um helgina. 24.10.2004 00:01 Bush og Kerry breyta engu Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu. 24.10.2004 00:01 Heilsugæsla sprengd upp Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni 24.10.2004 00:01 Fyrsti djöfladýrkandinn 24 ára gamall djöfladýrkandi hefur verið skráður í breska sjóherinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dýrkandi fær þar inngöngu 24.10.2004 00:01 Útlit ekki aðalmálið hjá leiðtogum Það er útbreiddur misskilningur að útlit og útgeislun stjórnmálaleiðtoga skipti öllu máli þegar kemur að kjörfylgi. Rannsóknir sýna að það eru málefnin og stjórnmálaflokkurinn sem ræður því hvað fólk kýs. 24.10.2004 00:01 Lögreglumaður skotinn til bana Einn lögreglumaður var skotinn til bana af skæruliðum á Haítí, sem eru hliðhollir forsetanum fyrrverandi Jean-Bertrand Aristide. 24.10.2004 00:01 13 hið minnnsta látnir Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu. 23.10.2004 00:01 Kosningar í Kósóvó í dag Kosningar verða í dag haldnar í Kósóvó í annað skipti frá því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu héraðið sem sérstakt verndarsvæði. 1,4 milljónir kjósenda eiga rétt á að greiða atkvæði í kosningunum og er meirihluti þeirra af albönsku bergi brotinn. 23.10.2004 00:01 Öflugir jarðskjálftar í Japan Einn fórst í öflugum jarðskálftum sem skóku Japan í morgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af Tókýó. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir. 23.10.2004 00:01 Bush með 2% forskot George Bush er með tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Bush mælist með forskot hjá Reuters og Zogby en hann nýtur fylgis 47 prósenta aðspurðra og Kerry 45 prósenta. 23.10.2004 00:01 Wilde tekinn af lífi Spánnýr söngleikur um skáldið Oscar Wilde var frumsýndur í Lundúnum í gærkvöld. Fimm hundruð frumsýningargestir fylgdust með frumflutningi verksins sem fékk svo skelfilega dóma hjá gagnrýnendum í morgun að annað eins hefur ekki sést. 23.10.2004 00:01 Serbar sniðganga kosningarnar Mikil spenna einkennir kosningar sem fram fara í Kósóvó í dag. Serbar sniðganga kosningarnar sem líklegt er að muni leiða til aðskilnaðar Kósóvó frá Serbíu. 23.10.2004 00:01 Álögur á bjór verði lækkaðar Dönsk skattayfirvöld segja meira hagræði í að lækka skatta á áfengi enn frekar í stað þess að lækka áfengisgjald á bjór. Bjórframleiðendur telja það ekki sanngjarnt að sitja ekki við sama borð og vínframleiðendur. 23.10.2004 00:01 Fjórir látnir og 400 slasaðir Fjórir hið minnsta létust og 400 slösuðust í jarðskjálftunum sem riðu yfir Japan í dag. Auk þess er talið að a.m.k. fimm manneskjur séu grafnar undir rústum. 23.10.2004 00:01 Framsal glæpahöfundar til Ítalíu Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði í dag undir framsal Cesares Battistis til Ítalíu. Battisti, sem á árum áður var herskár vinstri skæruliði en hefur síðan getið sér orð sem glæpasagnahöfundur, hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð sem framin voru á áttunda áratug síðustu aldar. 23.10.2004 00:01 Írakskur maður hálshöggvinn Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. 23.10.2004 00:01 ETA talin ábyrg fyrir sprengingu Sprenging varð á skrifstofum fasteignafélags í miðborg Bilbaó á Spáni í dag. Enginn særðist í sprengingunni, sem ekki var mjög öflug, en minnir á aðra sem varð í síðustu viku. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, eru talin hafa staðið á bak við hana. 23.10.2004 00:01 Samningaferlið í uppnámi Norður-Kóreumenn hóta að rifta með öllu samningaferli um kjarnorkuáætlun landsins ef Bandaríkjamenn ganga ekki að skilmálum þeirra. Sex lönd sitja saman við samningaborð, þar á meðal Suður-Kórea, Japan og Kína. 23.10.2004 00:01 Hassan verði látin laus Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa. 23.10.2004 00:01 Kínverskt nautaat Ekkert naut drapst þegar fyrsta kínverska nautaatið að spænskum sið var haldið í Shanghai. Nokkur hundruð spenntir Kínverjar mættu á sýninguna, sem var haldin á fótboltavelli í úthverfi borgarinnar. 23.10.2004 00:01 Lítil kjörsókn Kósovó-Serba Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. 23.10.2004 00:01 Jarðskjálfti skekur Japan Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana. 23.10.2004 00:01 Aðkilnaður frá Serbíu líklegur Lýðræðislegar kosningar fóru í dag fram í Kósóvó. Allar líkur eru á að þær leiði að lokum til aðskilnaðar frá Serbíu. 23.10.2004 00:01 Love Parade í Tel Aviv Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar. 23.10.2004 00:01 Biskup blessar peningaprestinn Fyrirspurn frá séra Guðjóni Skarphéðinssoni á Snæfellsnesi um málefni peningaprestsins á Valþjófsstað kom róti á Kirkjuþing. Hendur biskups eru bundnar af lögum sem eru ekki í samræmi við breytta tíma. Séra Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað heldur því tæpum níu milljónum sem hún fékk frá Landsvirkjun í krafti embættis síns. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01 Vitað hverjir rændu málverkunum Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn <em>Aftenposten</em> í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana. 22.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk aðeins 95 prósent atkvæða Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var endurkjörinn sem forseti með 95 prósentum greiddra atkvæða að sögn embættismanna. Þetta er heldur lakari niðurstaða fyrir forsetann en í síðustu kosningum, sem fóru fram 1999, þá hlaut hann 99,4 prósent atkvæða samkvæmt opinberum tölum. 25.10.2004 00:01
Fyrrum forseti sýknaður Rolandas Paksas, fyrrum forseti Litháens, var á mánudag sýknaður af ákærum um að hafa greint fjárhagslegum bakhjarli sínum frá ríkisleyndarmálum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að forsetinn fyrrverandi hefði gert það sem hann var sakaður um. 25.10.2004 00:01
Höfuðpaur Sínaí-árása fundinn Höfuðpaur hryðjuverkamannanna sem sprengdu hótel á Sínaískaga og kostuðu 34 einstaklinga lífið var Palestínumaður sem lést í árásinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar egypsku lögreglunnar. 25.10.2004 00:01
49 lík írakskra hermanna finnast Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi. 24.10.2004 00:01
Kosningar í Litháen í dag Kosið er til þings í Litháen í dag og er grannt fylgst með kosningunum, bæði í Rússlandi og innan Evrópusambandsins. Efnahagur Litháens vex nú hraðar en efnahagskerfi annarra Evrópusambandslanda. 24.10.2004 00:01
Bandarískur embættismaður drepinn Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu. 24.10.2004 00:01
Bush enn með 2% forskot Bush Bandaríkjaforseti hefur áfram um tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnum Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Hvorugur frambjóðendinn nær þó helmings fylgi; Bush er með fjörutíu og átta prósent og Kerry með fjörutíu og sex. 24.10.2004 00:01
Uppgjöf aðalkeppinautar Karzais Yunus Qanuni, aðalkeppinautur Hamid Karzais, bráðabirgðaforseta Afganistans, um embættið í kosningunum um þarsíðustu helgi, hefur játað sig sigraðan þótt talning atkvæða sé ekki lokið. Karzai hefur fengið 55,3% atkvæða en Qanuni 16,2% þegar aðeins á eftir að telja rúm fimm prósent greiddra atkvæða. 24.10.2004 00:01
Þúsundir á vergangi Þúsundir þreyttra og óttasleginna íbúa norðurhluta Tókýó hafa nú hafst við í tvær nætur í skýlum, bílum eða á bersvæði frá því að mannskæðasti jarðskjálftinn þar í landi í tæpan áratug reið yfir. 24.10.2004 00:01
Búlgarar særðust í sprengingu Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu. 24.10.2004 00:01
Ríkisstjórn mynduð sem fyrst Albanskir stjórnmálaflokkar eru sigurvegarar kosninganna í Kósóvó. Við því var reyndar búist þar sem um níutíu prósent íbúa héraðsins eru af albönsku bergi brotin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó hvöttu í dag leiðtoga flokkanna til að mynda nýja ríkisstjórn sem fyrst. 24.10.2004 00:01
Blaðamönnunum bráðum sleppt Tveimur frönskum blaðamönnum sem haldið hefur verið í gíslingu í Írak á þriðja mánuð verður sleppt áður en langt um líður, að sögn talsmanns íraks hóps. Frönsk útvarpsstöð tók við hann viðtal um síma frá Bagdad. Franska utanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um þessi nýjustu tíðindi. 24.10.2004 00:01
49 írakskir hermenn aflífaðir Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist í Írak um helgina. Talið er að skæruliðar hafi ráðist á þá þar sem þeir voru á leið heim í frí, og tekið þá af lífi. 24.10.2004 00:01
Karzai forseti Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Afganistan, verður að öllum líkindum næsti forseti Afganistans. Verður hann þar með sá fyrsti sem kosinn er í landinu með lýðræðislegum hætti. 24.10.2004 00:01
51 hermaður drepinn Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum 24.10.2004 00:01
21 fórst í Japan Að minnsta kosti 21 fórst og um tvö þúsund manns slösuðust í mikilli jarðskjálftahrinu í Japan sem hófst á laugardagskvöld. Í gær var talið að von væri á öðrum stórum skjálfta. 24.10.2004 00:01
Fær stuðning Washington Post Hið áhrifaríka dagblað, Washington Post, hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna 24.10.2004 00:01
Flutti 12 fanga í laumi frá Írak Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna. 24.10.2004 00:01
Vændishringir upprættir Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manneskjur úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi. 24.10.2004 00:01
Brasilískur sigurvegari Pricilla de Almeda, læknanemi frá Brasilíu, var kjörin ungfrú jörð í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Filippseyjum um helgina. 24.10.2004 00:01
Bush og Kerry breyta engu Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu. 24.10.2004 00:01
Heilsugæsla sprengd upp Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni 24.10.2004 00:01
Fyrsti djöfladýrkandinn 24 ára gamall djöfladýrkandi hefur verið skráður í breska sjóherinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dýrkandi fær þar inngöngu 24.10.2004 00:01
Útlit ekki aðalmálið hjá leiðtogum Það er útbreiddur misskilningur að útlit og útgeislun stjórnmálaleiðtoga skipti öllu máli þegar kemur að kjörfylgi. Rannsóknir sýna að það eru málefnin og stjórnmálaflokkurinn sem ræður því hvað fólk kýs. 24.10.2004 00:01
Lögreglumaður skotinn til bana Einn lögreglumaður var skotinn til bana af skæruliðum á Haítí, sem eru hliðhollir forsetanum fyrrverandi Jean-Bertrand Aristide. 24.10.2004 00:01
13 hið minnnsta látnir Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu. 23.10.2004 00:01
Kosningar í Kósóvó í dag Kosningar verða í dag haldnar í Kósóvó í annað skipti frá því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu héraðið sem sérstakt verndarsvæði. 1,4 milljónir kjósenda eiga rétt á að greiða atkvæði í kosningunum og er meirihluti þeirra af albönsku bergi brotinn. 23.10.2004 00:01
Öflugir jarðskjálftar í Japan Einn fórst í öflugum jarðskálftum sem skóku Japan í morgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af Tókýó. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir. 23.10.2004 00:01
Bush með 2% forskot George Bush er með tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Bush mælist með forskot hjá Reuters og Zogby en hann nýtur fylgis 47 prósenta aðspurðra og Kerry 45 prósenta. 23.10.2004 00:01
Wilde tekinn af lífi Spánnýr söngleikur um skáldið Oscar Wilde var frumsýndur í Lundúnum í gærkvöld. Fimm hundruð frumsýningargestir fylgdust með frumflutningi verksins sem fékk svo skelfilega dóma hjá gagnrýnendum í morgun að annað eins hefur ekki sést. 23.10.2004 00:01
Serbar sniðganga kosningarnar Mikil spenna einkennir kosningar sem fram fara í Kósóvó í dag. Serbar sniðganga kosningarnar sem líklegt er að muni leiða til aðskilnaðar Kósóvó frá Serbíu. 23.10.2004 00:01
Álögur á bjór verði lækkaðar Dönsk skattayfirvöld segja meira hagræði í að lækka skatta á áfengi enn frekar í stað þess að lækka áfengisgjald á bjór. Bjórframleiðendur telja það ekki sanngjarnt að sitja ekki við sama borð og vínframleiðendur. 23.10.2004 00:01
Fjórir látnir og 400 slasaðir Fjórir hið minnsta létust og 400 slösuðust í jarðskjálftunum sem riðu yfir Japan í dag. Auk þess er talið að a.m.k. fimm manneskjur séu grafnar undir rústum. 23.10.2004 00:01
Framsal glæpahöfundar til Ítalíu Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði í dag undir framsal Cesares Battistis til Ítalíu. Battisti, sem á árum áður var herskár vinstri skæruliði en hefur síðan getið sér orð sem glæpasagnahöfundur, hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð sem framin voru á áttunda áratug síðustu aldar. 23.10.2004 00:01
Írakskur maður hálshöggvinn Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. 23.10.2004 00:01
ETA talin ábyrg fyrir sprengingu Sprenging varð á skrifstofum fasteignafélags í miðborg Bilbaó á Spáni í dag. Enginn særðist í sprengingunni, sem ekki var mjög öflug, en minnir á aðra sem varð í síðustu viku. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, eru talin hafa staðið á bak við hana. 23.10.2004 00:01
Samningaferlið í uppnámi Norður-Kóreumenn hóta að rifta með öllu samningaferli um kjarnorkuáætlun landsins ef Bandaríkjamenn ganga ekki að skilmálum þeirra. Sex lönd sitja saman við samningaborð, þar á meðal Suður-Kórea, Japan og Kína. 23.10.2004 00:01
Hassan verði látin laus Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa. 23.10.2004 00:01
Kínverskt nautaat Ekkert naut drapst þegar fyrsta kínverska nautaatið að spænskum sið var haldið í Shanghai. Nokkur hundruð spenntir Kínverjar mættu á sýninguna, sem var haldin á fótboltavelli í úthverfi borgarinnar. 23.10.2004 00:01
Lítil kjörsókn Kósovó-Serba Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. 23.10.2004 00:01
Jarðskjálfti skekur Japan Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana. 23.10.2004 00:01
Aðkilnaður frá Serbíu líklegur Lýðræðislegar kosningar fóru í dag fram í Kósóvó. Allar líkur eru á að þær leiði að lokum til aðskilnaðar frá Serbíu. 23.10.2004 00:01
Love Parade í Tel Aviv Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar. 23.10.2004 00:01
Biskup blessar peningaprestinn Fyrirspurn frá séra Guðjóni Skarphéðinssoni á Snæfellsnesi um málefni peningaprestsins á Valþjófsstað kom róti á Kirkjuþing. Hendur biskups eru bundnar af lögum sem eru ekki í samræmi við breytta tíma. Séra Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað heldur því tæpum níu milljónum sem hún fékk frá Landsvirkjun í krafti embættis síns. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01
Vitað hverjir rændu málverkunum Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn <em>Aftenposten</em> í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana. 22.10.2004 00:01