Margar hliðar kjörmannakerfis 25. október 2004 00:01 Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. Þetta virðist óþarflega flókið og á margan hátt nánast ólýðræðislegt. Hverju ríki er úthlutað kjörmönnum í hlutfalli við fjölda þingmanna ríkisins. Hvert ríki hefur tvo þingmenn í öldungardeild og í neðri heild fer þingmannafjöldinn eftir stærð hvers ríkis. Kalifornía er með flesta kjörmenn, 55 alls, og Washington D.C. og nokkur smá ríki hafa aðeins þrjá. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tilnefna kjörmenn í hverju ríki, og í öllum ríkjum nema tveimur hlýtur sá flokkur sem færi meirihluta atkvæða alla kjörmennina. Undantekningarnar eru Maine og Nebraska, þar er kjörmönnum skipt í hlutfalli við kjörgengi flokkanna. Kjörmennirnir hittast 13. desember að loknum kosningum og velja forseta. Það er til þess ætlast að þeir velji forsetaefni þess flokks sem tilnefndi þá til að byrja með, og alla jafna er það líka raunin. En þeim ber ekki skilda til þess, svo að kjörmaður sem Demókratar tilnefndu getur kosið forsetaefni Repúblíkana ef honum sýnist svo. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði kjörmanna verður forseti. Það þarf að lágmarki atkvæði 270 kjörmanna til að verða valinn forseti, og takist það ekki, er það Bandaríkjaþings að velja. Neðri deildin velur þá forseta og efri deildin varaforseta og þá er fræðilega mögulegt að forseti og varaforseti komi ekki úr sama flokki. Þetta kerfi er alls ekki óumdeilt, og vissi almenningur uppruna þess væru deilurnar jafnvel meiri. Því þó að kjörmannakerfið sé hluti bandarískrar stjórnmálahefðar, sem að jafnaði er talin mjög lýðræðisleg, kann að koma á óvart að höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna sóttu fyrirmyndina til hins heilaga Rómarveldis, sem var til á árunum 962 til 1806. Kjörmennirnir þar voru þeir prinsar þýskra ríkja sem höfðu rétt á að taka þátt í vali á konungi, sem var að jafnaði síðar valinn keisari. Höfundar stjórnarskrárinnar voru á því, að þetta kerfi væri til þess fallið að dreifa sem best völdum á milli ríkjanna og alríkisins. Þeir voru einnig á því að best væri að velja með þessum hætti hóp skynsamra manna, sem væri fær um að kynna sér frambjóðendurna og velja þann hæfasta til starfans. Samkvæmt federal-hugsuninni í stjórnarskránni vildu þeir ekki að meirihluti atkvæða réði öllu og því getur það gerst, eins og gerðist raunar í síðustu kosningum, að annar frambjóðandinn hljóti meirihluta atkvæða en hinn meirihluta kjörmanna. Al Gore hlaut ríflega hálfri milljón fleiri atkvæði, eins og frægt varð. Það er í fjórða skipti í sögunni sem það gerist. Og árið 1992 hlaut Ross Perot nítján prósent atkvæða á landsvísu, en hlaut ekki meirihluta í neinu ríki og fékk því ekki einn einasta kjörmann. Kjörmannakerfið flækir því málin mjög og hvort sem það er meðal almennings eða bandarískra lögmanna er það óvinsælt og talið forneskjulegt í meira lagi. Stjórnarskrárbreytingu þyrfti til að breyta því og það hefur verið reynt. Undanfarin tvöhundruð ár eða svo hefur það reyndar verið reynt oftar en sjöhundruð sinnum. Fleiri breytingartillögur við stjórnarskránna hafa verið lagðar fram vegna þessa en nokkurs annars atriðis. Erlent Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. Þetta virðist óþarflega flókið og á margan hátt nánast ólýðræðislegt. Hverju ríki er úthlutað kjörmönnum í hlutfalli við fjölda þingmanna ríkisins. Hvert ríki hefur tvo þingmenn í öldungardeild og í neðri heild fer þingmannafjöldinn eftir stærð hvers ríkis. Kalifornía er með flesta kjörmenn, 55 alls, og Washington D.C. og nokkur smá ríki hafa aðeins þrjá. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tilnefna kjörmenn í hverju ríki, og í öllum ríkjum nema tveimur hlýtur sá flokkur sem færi meirihluta atkvæða alla kjörmennina. Undantekningarnar eru Maine og Nebraska, þar er kjörmönnum skipt í hlutfalli við kjörgengi flokkanna. Kjörmennirnir hittast 13. desember að loknum kosningum og velja forseta. Það er til þess ætlast að þeir velji forsetaefni þess flokks sem tilnefndi þá til að byrja með, og alla jafna er það líka raunin. En þeim ber ekki skilda til þess, svo að kjörmaður sem Demókratar tilnefndu getur kosið forsetaefni Repúblíkana ef honum sýnist svo. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði kjörmanna verður forseti. Það þarf að lágmarki atkvæði 270 kjörmanna til að verða valinn forseti, og takist það ekki, er það Bandaríkjaþings að velja. Neðri deildin velur þá forseta og efri deildin varaforseta og þá er fræðilega mögulegt að forseti og varaforseti komi ekki úr sama flokki. Þetta kerfi er alls ekki óumdeilt, og vissi almenningur uppruna þess væru deilurnar jafnvel meiri. Því þó að kjörmannakerfið sé hluti bandarískrar stjórnmálahefðar, sem að jafnaði er talin mjög lýðræðisleg, kann að koma á óvart að höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna sóttu fyrirmyndina til hins heilaga Rómarveldis, sem var til á árunum 962 til 1806. Kjörmennirnir þar voru þeir prinsar þýskra ríkja sem höfðu rétt á að taka þátt í vali á konungi, sem var að jafnaði síðar valinn keisari. Höfundar stjórnarskrárinnar voru á því, að þetta kerfi væri til þess fallið að dreifa sem best völdum á milli ríkjanna og alríkisins. Þeir voru einnig á því að best væri að velja með þessum hætti hóp skynsamra manna, sem væri fær um að kynna sér frambjóðendurna og velja þann hæfasta til starfans. Samkvæmt federal-hugsuninni í stjórnarskránni vildu þeir ekki að meirihluti atkvæða réði öllu og því getur það gerst, eins og gerðist raunar í síðustu kosningum, að annar frambjóðandinn hljóti meirihluta atkvæða en hinn meirihluta kjörmanna. Al Gore hlaut ríflega hálfri milljón fleiri atkvæði, eins og frægt varð. Það er í fjórða skipti í sögunni sem það gerist. Og árið 1992 hlaut Ross Perot nítján prósent atkvæða á landsvísu, en hlaut ekki meirihluta í neinu ríki og fékk því ekki einn einasta kjörmann. Kjörmannakerfið flækir því málin mjög og hvort sem það er meðal almennings eða bandarískra lögmanna er það óvinsælt og talið forneskjulegt í meira lagi. Stjórnarskrárbreytingu þyrfti til að breyta því og það hefur verið reynt. Undanfarin tvöhundruð ár eða svo hefur það reyndar verið reynt oftar en sjöhundruð sinnum. Fleiri breytingartillögur við stjórnarskránna hafa verið lagðar fram vegna þessa en nokkurs annars atriðis.
Erlent Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira