Erlent

Ömurlegar aðstæður

Ömurlegar aðstæður blasa við þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir norðurhluta Japans um helgina og kostaði minnst tuttugu og fimm manns lífið. Þúsundir manna þurfa að hafast við á götum úti og reyna hjálparstarfsmenn að koma mat og teppi til þeirra sem urðu hvað verst úti. Öflugir erftirskjálftar hafa orðið á svæðinu og hefur sá stærsti mælst 5,8 á Richter. Skemmdir eru gríðarlega miklar og hafa þær þegar valdið gríðarlegri óvissu í landinu, meðal annars á hlutabréfamörkuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×