Erlent

Koizumi lætur ekki undan þrýstingi

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að láta undan þrýstingi íraskra mannræningja sem hafa hótað að taka 24 ára gamlan Japana af lífi ef japanskir friðargæsluliðar fara ekki úr landinu. Hryðjuverkasamtök, leidd af Abu Musab al-Zarqawi, sýndu í fyrradag vídeoupptöku á netinu af gíslinum þar sem hann bað Koizumi að verða við kröfum mannræningjanna. Koizumi, sem er staðfastur bandamaður Bandaríkjamanna í stríðinu, þvertók fyrir það í fjölmiðlum í gær að verða við kröfunum. Mannræningjarnar segjast ætla að afhöfða gíslinn í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×