Fleiri fréttir Hryðjuverkamenn gefa út geisladisk Hryðjuverkasamtök undir stjórn Jórdanans al-Zarqawi, hafa gefið út margmiðlunardisk, þar sem múslimar eru hvattir til vopna í baráttunni gegn krossförum í Írak, eins og það er orðað. Á tölvugeisladiskinum, sem er 45 mínútur að lengd, er einnig hótað að drepa forsætisráðherra íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. 7.8.2004 00:01 Óttast fjölgun kúariðu í mönnum Breskir vísindamenn óttast að kúariða í mönnum, eða Kreuzfeld Jakobs veikin, breiðist út í mönnum á næstunni með áður óþekktum hraða. Nýjar rannsóknir sýna að sjúkdómurinn getur smitast í gegnum blóðgjafir og einnig hefur komið í ljós að mun fleiri genategundir eru móttækilegar fyrir sjúkdómnum en áður var talið. 7.8.2004 00:01 Myndband með aftöku birt Myndband af því þegar bandarískur gísl var hálshöggvinn af mannræningjum í Írak, var birt í morgun, á vefsíðu samtaka tengdum al-Qaeda. Á myndbandinu segir ungur maður að hann heiti Benjamin Ford og sé frá San Fransisco. Hann segir að verði bandarískir hermenn ekki kallaðar frá Írak verði þeir allir aflífaðir á þennan hátt. 7.8.2004 00:01 Rændir af mönnum í löggubúningi Tveir mexíkóskir myndatökumenn segja að þrír menn hafi rænt sig í Aþenu í Grikklandi í gærkvöldi, og að ræningjarnir hafi dulbúið sig sem lögreglumenn. Myndatökumennirnir voru stöðvaðir af þremur mönnum sem töluðu spænsku og báðu um skilríki. 7.8.2004 00:01 Gert að loka al-Jazeera í Bagdad Írakska bráðabirgðastjórnin hefur skipað sjónvarpsstöðinni al-Jazeera að loka útibúi sínu í Bagdad í mánuð. Innanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun og segir þetta gert til að koma í veg fyrir að arabíska sjónvarpsstöðin sýni myndir af gíslatökum, sem sé hvetjandi fyrir mannræningja. Höfuðstöðvar al-Jazeera eru í Qatar. 7.8.2004 00:01 Falsaði eigin aftöku Tuttugu og tveggja ára Bandaríkjamaður falsaði myndband sem sýndi hann hálshöggvinn af mannræningjum í Írak. Sjálfur segist hann hafa notað gerviblóð og að um grikk hafi verið að ræða. Írakska bráðabirgðastjórnin hefur lokað útibúi arabískrar sjónvarpsstöðvar, vegna birtinga slíkra myndbanda. 7.8.2004 00:01 Sex lík í íbúð í Flórída Sex lík fundust á heimili í Flórída í Bandaríkjunum í gær og gengur morðinginn laus. Farið var að grennslast fyrir í íbúðinni eftir að einn íbúanna mætti ekki til vinnu. Fjórir menn og tvær konur, á aldrinum 18 til 30 ára, fundust látin og segir lögreglan að fólkið hafi ekki framið sjálfsmorð. 7.8.2004 00:01 Bakteríusýking völd að dauða 189 Slæm bakteríusýking hefur herjað á sjúkrahús og hjúkrunarheimili í Kanada á undanförnum mánuðum og er talið að 189 dauðsföll á 18 mánuðum, megi rekja til hennar, segir á fréttavefsíðu BBC í dag. 7.8.2004 00:01 Skandall í ólympíunefndinni Búlgarskur meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar var í dag leystur frá störfum tímabundið, vegna ásakana um spillingu, sem komu fram í breskum heimildaþætti. Hann segist hafa spilað með í þeirri von að geta upplýst um mútutilraun. 7.8.2004 00:01 Uppreisnarmenn fá sakaruppgjöf Á næstu 30 dögum geta Írakar sem stutt hafa uppreisnarmenn fengið sakaruppgjöf. Þetta hefur verið tekið í lög og með þessu eiga minniháttar glæpamenn að geta hafið siðsamlegt líf á ný. Þeir sem geta sótt um sakaruppgjöf eru þeir sem versla með léttari vopn og sprengiefni auk þeirra sem hafa fjármagnað uppreisn að einhverju leiti. 7.8.2004 00:01 Saman á ný eftir 7 ára fangelsi Kennslukonan Mary Kay Letourneau hefur fengið leyfi dómara í Seattle í Bandaríkjunum til að hitta sinn heittelskaða Vili Fualaau eftir sjö ára aðskilnað. Mary Kay er 43 ára og vakti ástarsamband hennar við Fualaau heimsathygli þegar það hófst fyrir 8 árum. Þá var hann einungis 13 ára gamall og nemandi Mary Kay. Hún varð ólétt og ól honum dóttur. 7.8.2004 00:01 Sprengjur í ferðamannabæjum Spánar Tvær litlar sprengjur sprungu í ferðamannabæjum á norðurströnd Spánar í dag. Engin meiðsl urðu á fólki en svo virðist sem ETA, hryðjuverkasamtök baskneskra aðskilnaðarsinna standi á bak við tilræðin og séu þar með að vakna til lífsins á ný. 7.8.2004 00:01 Mótorhjólahundur léttir lundu Chihuahua hundur á mótorhjóli léttir sjúklingum vistina, á sjúkrahúsi í Ohio í Bandaríkjunum. Hundurinn heitir Bangsi og fer um ganga spítalans á leikfangahjóli, sem er eftirlíking af Harley Davidson mótorhjóli. 7.8.2004 00:01 Höfrungar stranda í Flórída Um 30 höfrungar strönduðu á Palm Beach í Flórída í gær. Þeir strönduðu reyndar í annað sinn en áður höfðu hjálpsamir starfsmenn og gestir annars staðar á baðströndinni komið þeim á flot á ný. Höfrungarnir syntu um sex kílómetra leið norður með ströndinni en leituðu svo í land aftur. 7.8.2004 00:01 Frakkar búa sig undir mikinn hita Frakkar undirbúa sig fyrir væntanlega hitabylgju, en í fyrra létust um fimmtán þúsund manns vegna mikilla hita. Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ekki verði hægt að nýta um þriðjung sjúkraplássa vegna sumarfría í landinu. Í ágúst í fyrra fór hiti oft upp fyrir 40 gráður og spáð er svipaðri hitabylgju á næstunni. 7.8.2004 00:01 Aldrei séð meiri fátækt "Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. 7.8.2004 00:01 Ráðherra segir af sér Dómsmálaráðherra Palestínu, Nahed Arreyes, sagði af sér í gær eftir að hafa verið sviptur lykilvöldum að eigin sögn. Þó hann hafi ekki minnst á Arafat í afsögn sinni er óánægja hans talin stafa vegna þess að Arafat stofnaði hliðstætt ráðuneyti fyrir nokkrum mánuðum og hefur því tögl og hagldir í dómskerfinu. 7.8.2004 00:01 Írakar veita sakaruppgjöf Íraska bráðabirgðastjórnin hefur veitt þeim sem hafa framið minniháttar afbrot sakaruppgjöf. Sakaruppgjöfin nær ekki til þeirra sem hafa gerst sekir um manndráp. Vonast er til að þetta verði til þess að lægja ófriðarbálið í landinu. 7.8.2004 00:01 Sviðsetti eigin aftöku Myndband sem sýndi arabíska vígamenn taka Bandaríkjamann af lífi og fjölmiðlar um allan heim sögðu frá reyndist vera sviðsett. </font /> 7.8.2004 00:01 Réttað yfir föngum á Guantanamo Blaðamenn fylgdust í gær í fyrsta sinn með réttarhöldum yfir stríðsföngum Bandaríkjamanna, sem þeir hafa haldið í fangelsinu á Guantanamo flóa á Kúbu án dóms og laga í meira en tvö ár. Myndatökur voru hins vegar ekki leyfðar í réttarsal. 6.8.2004 00:01 Vill afsala sér ríkisborgararétti Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, vill afsala sér bandarískum ríkisborgararétti að sögn lögmanns hans. Hann er nú í haldi í Japan fyrir að hafa framvísað þar útrunnu vegabréfi, að sögn bandarískra yfirvalda, þegar hann ætlaði að fara frá Japan til Filippseyja nýverið. 6.8.2004 00:01 Hætta við nýbyggingar Yfirvöld í Bangladess hafa hætt við fyrirhugaðar nýbyggingar í landinu en munu þess í stað nota fjármagnið til að laga skemmdir eftir mikil flóð sem hafa geisað þar undanfarið. Flætt hefur yfir tvo þriðju hluta landsins og hafa tæplega sjö hundruð manns farist. 6.8.2004 00:01 Börn aftur í skólann Börn í Paraguay fóru aftur í skólann í gær eftir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfar þess að um 450 manns fórust í bruna í verslunarmiðstöð um síðustu helgi. Meðal hinna látna voru tæplega fimmtíu börn. Að minnsta kosti tuttugu og fimm foreldrar barna í Alþýðuskólanum í Paraguay létust í brunanum. 6.8.2004 00:01 Fleiri hryðjuverkamenn handteknir Lögreglan í Bretlandi handtók í gær þrettánda manninn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkasamtökum. Handtakan kom í kjölfar handtökuskipunar frá Bandaríkjunum en maðurinn, Babar Ahmad sem er þrjátíu ára gamall, er grunaður um að hafa stundað fjáröflun fyrir hryðjuverk í Tsjetsjeníu og Afganistan frá 1998 til 2003. 6.8.2004 00:01 Kettir klónaðir Erfðarvísindafyrirtæki í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur í fyrsta sinn klónað tvo ketti en frumgerðin er kötturinn Tahini, köttur forstjóra fyrirtækisins. Markmiðið er að geta klónað gæludýr fyrir fólk sem finnst erfitt að sjá á eftir dýrunum sínum. Að sögn forstjórans ætlar fyrirtækið að klóna fleiri ketti síðar á árinu og verða sex þeirra seldir fyrir 500 þúsund íslenskar krónur hver. 6.8.2004 00:01 Sharon gefur líklega eftir Aríel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætlar líklega að gefa Gaza-svæðið eftir til Palestínumanna og þess í stað að efla landnemabyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur að hluta dregið sig frá norður Gaza-svæðinu og Sharon heldur fast í áætlanir um að leggja niður landnemabyggðir á svæðinu. 6.8.2004 00:01 Stöðugir bardagar í Írak Einn bandarískur hermaður lést og 15 særðust í árásum uppreisnarmanna í Bagdad í Írak í gærkvöldi. Hermenn berjast nú við árásarmenn á nokkrum stöðum í Írak og ekkert lát er á árásum. 6.8.2004 00:01 74 ára maður tekinn af lífi Sjötíu og fjögurra ára gamall maður var tekinn af lífi í Alabama-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hann er elsti maður sem tekinn hefur verið af lífi þar í landi síðan dauðarefsingar voru leiddar í lög á ný árið 1976. Maðurinn, sem hét James Hubbard, myrti 62 ára gamla konu fyrir tuttugu og sjö árum, þá 47 ára gamall. 6.8.2004 00:01 Bannað að brosa í vegabréfum Þeim sem hyggjast sækja um vegabréf í Bretlandi er nú bannað að brosa svo það sjáist í tennurnar á vegabréfsmyndum. Stofnunin sem sér um útgáfu vegabréfanna segir að með þessu sé verið að fara eftir nýjum bandarískum stöðlum sem banna mönnum að brosa út að eyrum. Ástæðan er sú að bros getur villt fyrir öryggismyndavélum og landamæravörðum. 6.8.2004 00:01 Vann 2,5 milljarða í lottóinu Stærsta lottóvinningi í Bretlandi og á Írlandi fyrr eða síðar var úthlutað í borginni Belfast á Norður-Írlandi í dag. Vinningsupphæðin var tveir og hálfur milljarður íslenskra króna og féll hann í hlut 58 ára gamallar konu sem er gift og á tvær uppkomnar dætur. 6.8.2004 00:01 Án bóta í sex áratugi Tæpum 60 árum eftir að kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki þjást sum eftirlifandi fórnarlömb árásanna enn án þess að fá nokkrar bætur eða aðstoð. 6.8.2004 00:01 Fá að bera vopn á ný Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að palestínskir lögreglumenn fái að bera vopn. Það hafa þau bannað síðustu þrjú árin. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, samþykkti breytinguna til að hjálpa Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, að koma á röð og reglu á svæðum Palestínumanna. 6.8.2004 00:01 A-Evrópumenn streyma til Danmerkur Fleiri Austur-Evrópubúar hafa sótt um atvinnuleyfi í Danmörku í maí, júní og júlí eftir að tíu ný ríki fengu aðild að Evrópusambandinu fyrsta maí. Danska dagblaðið Jyllands posten greinir frá því í dag að tvö þúsund Austur-Evróubúar hafi sótt um atvinnuleyfi og fara flestir í landbúnaðarstörf. 6.8.2004 00:01 Al-Sadr neitar miklu mannfalli Talsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr neitar þeim fréttum Bandaríkjamanna að þrjú hundruð írakskir uppreisnarmenn hafi fallið í tveggja daga bardögum í borginni Najaf. Hann segir þrjátíu og sex af þeirra mönnum látna. 6.8.2004 00:01 Dræm íssala í Danmörku Ísframleiðendur í Danmörku segja að hlýr ágústmánuður bjargi ekki slæmri sölu í sumar. <em>Jylland Posten</em> hefur það eftir Lars Tandrup, sölu- og markaðsstjóra hjá Frisko Is, að salan nú sé sú minnsta frá því hann hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir sex árum. 6.8.2004 00:01 Norsku síamstvíburarnir dánir Síamstvíburar sem fæddust á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi á þriðjudag létust rétt fyrir hádegi í dag, á barnadeild Ríkisspítalans í Osló, þangað sem þær voru fluttar fljótlega eftir fæðingu. Stúlkurnar voru með samvaxið hjarta sem starfaði ekki eðlilega en þær höfðu hvor sín lungu og höfuð. 6.8.2004 00:01 Blóðbað í Najaf Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. 6.8.2004 00:01 Fischer leitar hælis Lögmaður skáksnillingsins Bobbys Fischers segir Fischer ætla að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Fischer hefur setið í haldi í Tókýó frá því þrettánda júlí síðastliðinn. Hann hringdi í bandaríska sendiráðið í Tókýó til að tilkynna yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrirætlanir sínar en hefur ekki fengið svör. 6.8.2004 00:01 Barist í nokkrum borgum Tveir bandarískir hermenn létu lífið í hörðum átökum í Najaf í Írak í dag. Írakskir og bandarískir hermenn berjast við árásarmenn í nokkrum borgum í landinu og ekkert lát er á árásum. 6.8.2004 00:01 Bretar handtaka fleiri Bretar handtóku í dag þrettánda manninn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkasamtökunum AL-Kaída. Maðurinn er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk í Bandaríkjunum. 6.8.2004 00:01 Ísraelar opnuðu landamærin Ísraelski herinn hefur opnað landamærin á milli Egyptalands og Gaza-svæðisins og leyfði fimmtán hundruð Palestínumönnum sem voru strandaðir í Egyptalandi að snúa heim. Landamærunum var lokað fyrir þremur vikum vegna gruns um að palestínskir uppreisnarmenn væru að smygla vopnum frá Egyptalandi. 6.8.2004 00:01 Bush mismælir sig George Bush Bandaríkjaforseta varð heldur betur á í messunni í gær í ræðu sem hann flutti í Pentagon við undirskrift á fjárveitingu til varnarmála. Bush mætti til leiks í Pentagonið, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í toppformi - ef svo má að orði komast. 6.8.2004 00:01 Skaut sig í rassinn Bandarískur maður sem var uggandi eftir að hafa heyrt fréttir af hættulegum glæpamanni sem gengi laus nærri heimili sínu endaði á því að skjóta sig í rassinn. 6.8.2004 00:01 31 lést í þyrluslysum Allir fimmtán, sem voru um borð í rússneskri þyrlu, fórust þegar þyrlan hrapaði í Síberíu í morgun. Ekkert er vitað um tildrög slyssins en sjónarvottar segja að hún hafi skyndilega skollið í jörðina og sprungið á jörðu niðri. 5.8.2004 00:01 Hnífsstungumaðurinn handtekinn Lögreglan í Osló handtók í gærkvöldi fertugan karlmann af sómölskum uppruna fyrir hnífsstunguárás í sporvagni í borginni í fyrradag, að því er kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Einn lést af sárum sínum og að minnsta kosti tveir særðust lífshættulega. 5.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hryðjuverkamenn gefa út geisladisk Hryðjuverkasamtök undir stjórn Jórdanans al-Zarqawi, hafa gefið út margmiðlunardisk, þar sem múslimar eru hvattir til vopna í baráttunni gegn krossförum í Írak, eins og það er orðað. Á tölvugeisladiskinum, sem er 45 mínútur að lengd, er einnig hótað að drepa forsætisráðherra íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. 7.8.2004 00:01
Óttast fjölgun kúariðu í mönnum Breskir vísindamenn óttast að kúariða í mönnum, eða Kreuzfeld Jakobs veikin, breiðist út í mönnum á næstunni með áður óþekktum hraða. Nýjar rannsóknir sýna að sjúkdómurinn getur smitast í gegnum blóðgjafir og einnig hefur komið í ljós að mun fleiri genategundir eru móttækilegar fyrir sjúkdómnum en áður var talið. 7.8.2004 00:01
Myndband með aftöku birt Myndband af því þegar bandarískur gísl var hálshöggvinn af mannræningjum í Írak, var birt í morgun, á vefsíðu samtaka tengdum al-Qaeda. Á myndbandinu segir ungur maður að hann heiti Benjamin Ford og sé frá San Fransisco. Hann segir að verði bandarískir hermenn ekki kallaðar frá Írak verði þeir allir aflífaðir á þennan hátt. 7.8.2004 00:01
Rændir af mönnum í löggubúningi Tveir mexíkóskir myndatökumenn segja að þrír menn hafi rænt sig í Aþenu í Grikklandi í gærkvöldi, og að ræningjarnir hafi dulbúið sig sem lögreglumenn. Myndatökumennirnir voru stöðvaðir af þremur mönnum sem töluðu spænsku og báðu um skilríki. 7.8.2004 00:01
Gert að loka al-Jazeera í Bagdad Írakska bráðabirgðastjórnin hefur skipað sjónvarpsstöðinni al-Jazeera að loka útibúi sínu í Bagdad í mánuð. Innanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun og segir þetta gert til að koma í veg fyrir að arabíska sjónvarpsstöðin sýni myndir af gíslatökum, sem sé hvetjandi fyrir mannræningja. Höfuðstöðvar al-Jazeera eru í Qatar. 7.8.2004 00:01
Falsaði eigin aftöku Tuttugu og tveggja ára Bandaríkjamaður falsaði myndband sem sýndi hann hálshöggvinn af mannræningjum í Írak. Sjálfur segist hann hafa notað gerviblóð og að um grikk hafi verið að ræða. Írakska bráðabirgðastjórnin hefur lokað útibúi arabískrar sjónvarpsstöðvar, vegna birtinga slíkra myndbanda. 7.8.2004 00:01
Sex lík í íbúð í Flórída Sex lík fundust á heimili í Flórída í Bandaríkjunum í gær og gengur morðinginn laus. Farið var að grennslast fyrir í íbúðinni eftir að einn íbúanna mætti ekki til vinnu. Fjórir menn og tvær konur, á aldrinum 18 til 30 ára, fundust látin og segir lögreglan að fólkið hafi ekki framið sjálfsmorð. 7.8.2004 00:01
Bakteríusýking völd að dauða 189 Slæm bakteríusýking hefur herjað á sjúkrahús og hjúkrunarheimili í Kanada á undanförnum mánuðum og er talið að 189 dauðsföll á 18 mánuðum, megi rekja til hennar, segir á fréttavefsíðu BBC í dag. 7.8.2004 00:01
Skandall í ólympíunefndinni Búlgarskur meðlimur Alþjóðaólympíunefndarinnar var í dag leystur frá störfum tímabundið, vegna ásakana um spillingu, sem komu fram í breskum heimildaþætti. Hann segist hafa spilað með í þeirri von að geta upplýst um mútutilraun. 7.8.2004 00:01
Uppreisnarmenn fá sakaruppgjöf Á næstu 30 dögum geta Írakar sem stutt hafa uppreisnarmenn fengið sakaruppgjöf. Þetta hefur verið tekið í lög og með þessu eiga minniháttar glæpamenn að geta hafið siðsamlegt líf á ný. Þeir sem geta sótt um sakaruppgjöf eru þeir sem versla með léttari vopn og sprengiefni auk þeirra sem hafa fjármagnað uppreisn að einhverju leiti. 7.8.2004 00:01
Saman á ný eftir 7 ára fangelsi Kennslukonan Mary Kay Letourneau hefur fengið leyfi dómara í Seattle í Bandaríkjunum til að hitta sinn heittelskaða Vili Fualaau eftir sjö ára aðskilnað. Mary Kay er 43 ára og vakti ástarsamband hennar við Fualaau heimsathygli þegar það hófst fyrir 8 árum. Þá var hann einungis 13 ára gamall og nemandi Mary Kay. Hún varð ólétt og ól honum dóttur. 7.8.2004 00:01
Sprengjur í ferðamannabæjum Spánar Tvær litlar sprengjur sprungu í ferðamannabæjum á norðurströnd Spánar í dag. Engin meiðsl urðu á fólki en svo virðist sem ETA, hryðjuverkasamtök baskneskra aðskilnaðarsinna standi á bak við tilræðin og séu þar með að vakna til lífsins á ný. 7.8.2004 00:01
Mótorhjólahundur léttir lundu Chihuahua hundur á mótorhjóli léttir sjúklingum vistina, á sjúkrahúsi í Ohio í Bandaríkjunum. Hundurinn heitir Bangsi og fer um ganga spítalans á leikfangahjóli, sem er eftirlíking af Harley Davidson mótorhjóli. 7.8.2004 00:01
Höfrungar stranda í Flórída Um 30 höfrungar strönduðu á Palm Beach í Flórída í gær. Þeir strönduðu reyndar í annað sinn en áður höfðu hjálpsamir starfsmenn og gestir annars staðar á baðströndinni komið þeim á flot á ný. Höfrungarnir syntu um sex kílómetra leið norður með ströndinni en leituðu svo í land aftur. 7.8.2004 00:01
Frakkar búa sig undir mikinn hita Frakkar undirbúa sig fyrir væntanlega hitabylgju, en í fyrra létust um fimmtán þúsund manns vegna mikilla hita. Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ekki verði hægt að nýta um þriðjung sjúkraplássa vegna sumarfría í landinu. Í ágúst í fyrra fór hiti oft upp fyrir 40 gráður og spáð er svipaðri hitabylgju á næstunni. 7.8.2004 00:01
Aldrei séð meiri fátækt "Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. 7.8.2004 00:01
Ráðherra segir af sér Dómsmálaráðherra Palestínu, Nahed Arreyes, sagði af sér í gær eftir að hafa verið sviptur lykilvöldum að eigin sögn. Þó hann hafi ekki minnst á Arafat í afsögn sinni er óánægja hans talin stafa vegna þess að Arafat stofnaði hliðstætt ráðuneyti fyrir nokkrum mánuðum og hefur því tögl og hagldir í dómskerfinu. 7.8.2004 00:01
Írakar veita sakaruppgjöf Íraska bráðabirgðastjórnin hefur veitt þeim sem hafa framið minniháttar afbrot sakaruppgjöf. Sakaruppgjöfin nær ekki til þeirra sem hafa gerst sekir um manndráp. Vonast er til að þetta verði til þess að lægja ófriðarbálið í landinu. 7.8.2004 00:01
Sviðsetti eigin aftöku Myndband sem sýndi arabíska vígamenn taka Bandaríkjamann af lífi og fjölmiðlar um allan heim sögðu frá reyndist vera sviðsett. </font /> 7.8.2004 00:01
Réttað yfir föngum á Guantanamo Blaðamenn fylgdust í gær í fyrsta sinn með réttarhöldum yfir stríðsföngum Bandaríkjamanna, sem þeir hafa haldið í fangelsinu á Guantanamo flóa á Kúbu án dóms og laga í meira en tvö ár. Myndatökur voru hins vegar ekki leyfðar í réttarsal. 6.8.2004 00:01
Vill afsala sér ríkisborgararétti Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, vill afsala sér bandarískum ríkisborgararétti að sögn lögmanns hans. Hann er nú í haldi í Japan fyrir að hafa framvísað þar útrunnu vegabréfi, að sögn bandarískra yfirvalda, þegar hann ætlaði að fara frá Japan til Filippseyja nýverið. 6.8.2004 00:01
Hætta við nýbyggingar Yfirvöld í Bangladess hafa hætt við fyrirhugaðar nýbyggingar í landinu en munu þess í stað nota fjármagnið til að laga skemmdir eftir mikil flóð sem hafa geisað þar undanfarið. Flætt hefur yfir tvo þriðju hluta landsins og hafa tæplega sjö hundruð manns farist. 6.8.2004 00:01
Börn aftur í skólann Börn í Paraguay fóru aftur í skólann í gær eftir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfar þess að um 450 manns fórust í bruna í verslunarmiðstöð um síðustu helgi. Meðal hinna látna voru tæplega fimmtíu börn. Að minnsta kosti tuttugu og fimm foreldrar barna í Alþýðuskólanum í Paraguay létust í brunanum. 6.8.2004 00:01
Fleiri hryðjuverkamenn handteknir Lögreglan í Bretlandi handtók í gær þrettánda manninn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkasamtökum. Handtakan kom í kjölfar handtökuskipunar frá Bandaríkjunum en maðurinn, Babar Ahmad sem er þrjátíu ára gamall, er grunaður um að hafa stundað fjáröflun fyrir hryðjuverk í Tsjetsjeníu og Afganistan frá 1998 til 2003. 6.8.2004 00:01
Kettir klónaðir Erfðarvísindafyrirtæki í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur í fyrsta sinn klónað tvo ketti en frumgerðin er kötturinn Tahini, köttur forstjóra fyrirtækisins. Markmiðið er að geta klónað gæludýr fyrir fólk sem finnst erfitt að sjá á eftir dýrunum sínum. Að sögn forstjórans ætlar fyrirtækið að klóna fleiri ketti síðar á árinu og verða sex þeirra seldir fyrir 500 þúsund íslenskar krónur hver. 6.8.2004 00:01
Sharon gefur líklega eftir Aríel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ætlar líklega að gefa Gaza-svæðið eftir til Palestínumanna og þess í stað að efla landnemabyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur að hluta dregið sig frá norður Gaza-svæðinu og Sharon heldur fast í áætlanir um að leggja niður landnemabyggðir á svæðinu. 6.8.2004 00:01
Stöðugir bardagar í Írak Einn bandarískur hermaður lést og 15 særðust í árásum uppreisnarmanna í Bagdad í Írak í gærkvöldi. Hermenn berjast nú við árásarmenn á nokkrum stöðum í Írak og ekkert lát er á árásum. 6.8.2004 00:01
74 ára maður tekinn af lífi Sjötíu og fjögurra ára gamall maður var tekinn af lífi í Alabama-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hann er elsti maður sem tekinn hefur verið af lífi þar í landi síðan dauðarefsingar voru leiddar í lög á ný árið 1976. Maðurinn, sem hét James Hubbard, myrti 62 ára gamla konu fyrir tuttugu og sjö árum, þá 47 ára gamall. 6.8.2004 00:01
Bannað að brosa í vegabréfum Þeim sem hyggjast sækja um vegabréf í Bretlandi er nú bannað að brosa svo það sjáist í tennurnar á vegabréfsmyndum. Stofnunin sem sér um útgáfu vegabréfanna segir að með þessu sé verið að fara eftir nýjum bandarískum stöðlum sem banna mönnum að brosa út að eyrum. Ástæðan er sú að bros getur villt fyrir öryggismyndavélum og landamæravörðum. 6.8.2004 00:01
Vann 2,5 milljarða í lottóinu Stærsta lottóvinningi í Bretlandi og á Írlandi fyrr eða síðar var úthlutað í borginni Belfast á Norður-Írlandi í dag. Vinningsupphæðin var tveir og hálfur milljarður íslenskra króna og féll hann í hlut 58 ára gamallar konu sem er gift og á tvær uppkomnar dætur. 6.8.2004 00:01
Án bóta í sex áratugi Tæpum 60 árum eftir að kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki þjást sum eftirlifandi fórnarlömb árásanna enn án þess að fá nokkrar bætur eða aðstoð. 6.8.2004 00:01
Fá að bera vopn á ný Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að palestínskir lögreglumenn fái að bera vopn. Það hafa þau bannað síðustu þrjú árin. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, samþykkti breytinguna til að hjálpa Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, að koma á röð og reglu á svæðum Palestínumanna. 6.8.2004 00:01
A-Evrópumenn streyma til Danmerkur Fleiri Austur-Evrópubúar hafa sótt um atvinnuleyfi í Danmörku í maí, júní og júlí eftir að tíu ný ríki fengu aðild að Evrópusambandinu fyrsta maí. Danska dagblaðið Jyllands posten greinir frá því í dag að tvö þúsund Austur-Evróubúar hafi sótt um atvinnuleyfi og fara flestir í landbúnaðarstörf. 6.8.2004 00:01
Al-Sadr neitar miklu mannfalli Talsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr neitar þeim fréttum Bandaríkjamanna að þrjú hundruð írakskir uppreisnarmenn hafi fallið í tveggja daga bardögum í borginni Najaf. Hann segir þrjátíu og sex af þeirra mönnum látna. 6.8.2004 00:01
Dræm íssala í Danmörku Ísframleiðendur í Danmörku segja að hlýr ágústmánuður bjargi ekki slæmri sölu í sumar. <em>Jylland Posten</em> hefur það eftir Lars Tandrup, sölu- og markaðsstjóra hjá Frisko Is, að salan nú sé sú minnsta frá því hann hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir sex árum. 6.8.2004 00:01
Norsku síamstvíburarnir dánir Síamstvíburar sem fæddust á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi á þriðjudag létust rétt fyrir hádegi í dag, á barnadeild Ríkisspítalans í Osló, þangað sem þær voru fluttar fljótlega eftir fæðingu. Stúlkurnar voru með samvaxið hjarta sem starfaði ekki eðlilega en þær höfðu hvor sín lungu og höfuð. 6.8.2004 00:01
Blóðbað í Najaf Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. 6.8.2004 00:01
Fischer leitar hælis Lögmaður skáksnillingsins Bobbys Fischers segir Fischer ætla að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti. Fischer hefur setið í haldi í Tókýó frá því þrettánda júlí síðastliðinn. Hann hringdi í bandaríska sendiráðið í Tókýó til að tilkynna yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrirætlanir sínar en hefur ekki fengið svör. 6.8.2004 00:01
Barist í nokkrum borgum Tveir bandarískir hermenn létu lífið í hörðum átökum í Najaf í Írak í dag. Írakskir og bandarískir hermenn berjast við árásarmenn í nokkrum borgum í landinu og ekkert lát er á árásum. 6.8.2004 00:01
Bretar handtaka fleiri Bretar handtóku í dag þrettánda manninn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkasamtökunum AL-Kaída. Maðurinn er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk í Bandaríkjunum. 6.8.2004 00:01
Ísraelar opnuðu landamærin Ísraelski herinn hefur opnað landamærin á milli Egyptalands og Gaza-svæðisins og leyfði fimmtán hundruð Palestínumönnum sem voru strandaðir í Egyptalandi að snúa heim. Landamærunum var lokað fyrir þremur vikum vegna gruns um að palestínskir uppreisnarmenn væru að smygla vopnum frá Egyptalandi. 6.8.2004 00:01
Bush mismælir sig George Bush Bandaríkjaforseta varð heldur betur á í messunni í gær í ræðu sem hann flutti í Pentagon við undirskrift á fjárveitingu til varnarmála. Bush mætti til leiks í Pentagonið, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, í toppformi - ef svo má að orði komast. 6.8.2004 00:01
Skaut sig í rassinn Bandarískur maður sem var uggandi eftir að hafa heyrt fréttir af hættulegum glæpamanni sem gengi laus nærri heimili sínu endaði á því að skjóta sig í rassinn. 6.8.2004 00:01
31 lést í þyrluslysum Allir fimmtán, sem voru um borð í rússneskri þyrlu, fórust þegar þyrlan hrapaði í Síberíu í morgun. Ekkert er vitað um tildrög slyssins en sjónarvottar segja að hún hafi skyndilega skollið í jörðina og sprungið á jörðu niðri. 5.8.2004 00:01
Hnífsstungumaðurinn handtekinn Lögreglan í Osló handtók í gærkvöldi fertugan karlmann af sómölskum uppruna fyrir hnífsstunguárás í sporvagni í borginni í fyrradag, að því er kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Einn lést af sárum sínum og að minnsta kosti tveir særðust lífshættulega. 5.8.2004 00:01