Erlent

Sex lík í íbúð í Flórída

Sex lík fundust á heimili í Flórída í Bandaríkjunum í gær og gengur morðinginn laus. Farið var að grennslast fyrir í íbúðinni eftir að einn íbúanna mætti ekki til vinnu. Fjórir menn og tvær konur, á aldrinum 18 til 30 ára, fundust látin og segir lögreglan að fólkið hafi ekki framið sjálfsmorð. Lík sexmenninganna fundust í þremur svefnhebergjum hússins í Deltona, sem er um 40 kílómetra norður af Orlando.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×