Aldrei séð meiri fátækt 7. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. Búðirnar eru í miðri eyðimörk og aðstæður voru ákaflega erfiðar fyrir hjálparstarfsmennina sem fyrstir komu. Skortur á hreinu drykkjarvatni og veikindi settu sitt mark á starfið. "Þetta tekur sýnilega mjög á hjálparstarfsmenn," segir Hjördís en bætir við að miklu hafi verið komið til leiðar. "Um það bil 250 manns leita til heilsugæslunnar daglega og við höfum komið upp aðstöðu fyrir ungbarnavernd sem mæður geta leitað til." Súdönsk yfirvöld hétu í síðustu viku að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna og afvopna vígasveitir. Hjördís segist eiga erfitt með að greina hvort ástandið hafi breyst síðan þá. "Við verðum ekki beinlínis vör við breytingarnar sem eiga sér stað, við heyrum mestmegnis fregnir utan frá. En það er greinilegt að það er spenna vegna málsins og súdönsk yfirvöld hafa farið fram á meiri tíma til að afvopna vígasveitir." Hjördís segir að hjálparstarfsmönnum sé tekið afar vel af Súdönum og hún finni ekki fyrir neinum óþægindum. Abshok búðirnar séu jafnvel öruggari en hún hafi átt að venjast. Alþjóðadeild Rauða krossins sá um skipulag búðanna sem Hjördís telur að séu til fyrirmyndar. "Búðirnar eru ákaflega vel hannaðar, skipt í hverfi og götur og daglegt líf gengur með ró og spekt. Hjálparstofnanir reyna að sjá fólki fyrir nauðsynjum og í útjaðri búðanna hefur verið komið upp markaði þar sem fólk getur reynt að verða sér úti um það sem það vanhagar um. Hjördís segir að búðirnar geti laðað að fólk sem er að leita sér betri lífsskilyrða vegna almennrar fátæktar. "Við erum fyrst og fremst að reyna að koma lífinu í sama horf og það var áður en átökin hófust svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Aðspurð hvort hún sjái fram á að átökin verði til lykta leidd á næstunni segist Hjördís lifa í voninni. "Við vonum að stjórnvöld taki málin föstum tökum en Rauði krossinn er ekki í pólitískum átökum heldur leggjum við áherslu á að aðstoða fólkið í landinu og reynum að sjá til þess að mannréttindalög séu virt." Erlent Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
"Ég hef verið við hjálparstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt," segir Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þúsund manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. Búðirnar eru í miðri eyðimörk og aðstæður voru ákaflega erfiðar fyrir hjálparstarfsmennina sem fyrstir komu. Skortur á hreinu drykkjarvatni og veikindi settu sitt mark á starfið. "Þetta tekur sýnilega mjög á hjálparstarfsmenn," segir Hjördís en bætir við að miklu hafi verið komið til leiðar. "Um það bil 250 manns leita til heilsugæslunnar daglega og við höfum komið upp aðstöðu fyrir ungbarnavernd sem mæður geta leitað til." Súdönsk yfirvöld hétu í síðustu viku að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna og afvopna vígasveitir. Hjördís segist eiga erfitt með að greina hvort ástandið hafi breyst síðan þá. "Við verðum ekki beinlínis vör við breytingarnar sem eiga sér stað, við heyrum mestmegnis fregnir utan frá. En það er greinilegt að það er spenna vegna málsins og súdönsk yfirvöld hafa farið fram á meiri tíma til að afvopna vígasveitir." Hjördís segir að hjálparstarfsmönnum sé tekið afar vel af Súdönum og hún finni ekki fyrir neinum óþægindum. Abshok búðirnar séu jafnvel öruggari en hún hafi átt að venjast. Alþjóðadeild Rauða krossins sá um skipulag búðanna sem Hjördís telur að séu til fyrirmyndar. "Búðirnar eru ákaflega vel hannaðar, skipt í hverfi og götur og daglegt líf gengur með ró og spekt. Hjálparstofnanir reyna að sjá fólki fyrir nauðsynjum og í útjaðri búðanna hefur verið komið upp markaði þar sem fólk getur reynt að verða sér úti um það sem það vanhagar um. Hjördís segir að búðirnar geti laðað að fólk sem er að leita sér betri lífsskilyrða vegna almennrar fátæktar. "Við erum fyrst og fremst að reyna að koma lífinu í sama horf og það var áður en átökin hófust svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Aðspurð hvort hún sjái fram á að átökin verði til lykta leidd á næstunni segist Hjördís lifa í voninni. "Við vonum að stjórnvöld taki málin föstum tökum en Rauði krossinn er ekki í pólitískum átökum heldur leggjum við áherslu á að aðstoða fólkið í landinu og reynum að sjá til þess að mannréttindalög séu virt."
Erlent Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira