Erlent

31 lést í þyrluslysum

Allir fimmtán, sem voru um borð í rússneskri þyrlu, fórust þegar þyrlan hrapaði í Síberíu í morgun. Ekkert er vitað um tildrög slyssins en sjónarvottar segja að hún hafi skyndilega skollið í jörðina og sprungið á jörðu niðri. Ekki liggur fyrir hvort þetta var her- eða farþegaþyrla. Það var hinsvegar herþyrla sem fórst í Pakistan í morgun og er talið að allir um borð, 16 hermenn, hafi farist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×