Fleiri fréttir

Hryðjuverkárás á Heathrow í bígerð

Hryðjuverkamenn ætluðu að gera árás á Heathrow-flugvöll við London samkvæmt upplýsingum frá pakistönsku leyniþjónustunni. Nýjar upplýsingar gefa einnig til kynna að Al-Kaída ætli að gera árásir á flutningaskip.

Mótmæli við argentíska þingið

Mikill viðbúnaður var í höfuðborg Argentínu, Búenos Aíres, þegar fimm þúsund atvinnulausir Argentínumenn söfnuðust saman fyrir utan þing landsins í morgun og kröfðust umbóta á velferðakerfinu. Hópurinn mótmælti einnig nýjum öryggisreglum sem forseti landsins, Nestor Kirchner, reynir nú að koma í gegnum þingið.

Enn barist í Najaf

Enn er barist að hluta til á götum borgarinnar Najaf í Írak en að sögn talsmanna bandaríska hersins hefur þeim tekist að einangra uppreisnarmennina og halda þeim í skefjum. Vígamenn gerðu árás á lögreglustöð í borginni í gærkvöldi og í kjölfarið brutust út átök milli lögreglunnar og uppreisnarmanna.

Chicciolina borgarstjóri Mílanó?

Ítalska klámmyndadrottningin Chicciolina, sem reyndar er ungversk að uppruna, vill verða borgarstjóri í Mílanó þegar kosið verður til þess embættis eftir tæp tvö ár. Chicciolina varð heimsfræg þegar hún sat á ítalska þinginu í nokkur ár fyrir Róttæka flokkinn.

Áfengisþorsti Finna hjálpar Eistum

Þyrstir Finnar ferðast í það miklum mæli yfir til nágranna sinna í Eistlandi til áfengiskaupa að efnahagur Sovétríkisins fyrrverandi hefur batnað umtalsvert að sögn eistneska fjármálaráðuneytisins. Finnar hafa gert þetta í fjölda ára þar sem áfengið er miklu ódýrara í Eistlandi en takmörk hafa verið fyrir því mikið áfengi frændur vorir mega kaupa.

Lögreglumenn fá byssur að nýju

Ísraelska varnarmálaráðuneytið hefur samþykkt að leyfa palestínskum lögreglumönnum að bera byssur að nýju til að stuðla að auknum friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Kerry ekki stríðshetja?

Hópur hermanna úr Víetnam-stríðinu hefur keypt auglýsingapláss í fjölmiðlum til að koma höggi á John Kerry, forsetaframbjóðanda úr flokki Demókrata. Hermennirnir segja Kerry ljúga um hetjudáð sína í Víetnam-stríðinu.

Námuslys í Rússlandi

Þremur námuverkamönnum var bjargað úr kolanámu í borginni Vorkuta í Norður-Rússlandi eftir sólarhringsveru í námunni. Náman féll skyndilega saman í gær og var lengi vel talið að allir mennirnir hefðu farist. Einn maður lést og þriggja er enn saknað.

Síamstvíburar aðskildir

Tveggja ára gamlir síamstvíburar frá Indónesíu voru aðskildir á sjúkrahúsi á Filippseyjum í dag. Að sögn lækna heilsast tvíburunum vel en þeir voru undir skurðarhnífnum í ríflega sautján klukkustundir.

Cartier-Bresson látinn

Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson er látinn, 95 ára að aldri. Bresson er þekktur fyrir götuljósmyndir sínar en hann var einn af fyrstu ljósmyndurum í heiminum sem gerðu daglegt líf að viðfangsefni sínu og var frumkvöðull á sviði fréttaljósmynda.

Árás á Heathrow undirbúin

Hryðjuverkamenn ætluðu að gera árás á Heathrow-flugvöll við London samkvæmt upplýsingum frá pakistönsku leyniþjónustunni. Nýjar upplýsingar gefa einnig til kynna að Al-Kaída hafi uppi áform um að gera árásir á flutningaskip.

Arafat hylltur í Ramallah

Hundruð stuðningsmanna Yassers Arafats, forseta Palestínu, voru samankomin á götum Ramallah borgar á Vesturbakkanum í dag til að hylla forsetann. Stuðningur við Arafat hefur minnkað síðustu misseri en samkoman í dag sýnir að hann nýtur enn mikils stuðnings meðal þegna sinna.

Drap einn og særði 5 í Noregi

Víðtæk leit stendur enn yfir að manni sem stakk einn mann til bana og særði fimm í sporvagni í Osló í Noregi síðdegis í gær. Maðurinn sem lést var tuttugu og þriggja ára en meðal hinna særðu er tveir lífshættulega slasaðir, kona á fertugsaldri og rúmlega fimmtugur karlmaður.

Öryggisviðbúnaður aukinn

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn á ellefu flugvöllum og í tveimur höfnum til viðbótar í Bandaríkjunum. Tom Ridge, yfirmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, segir þetta gert í kjölfar rannsóknar á gögnum Al-Kaída.

Fellibylur í Norður-Karólínu

Fellibylurinn Alex olli flóði í Norður-Karólínu ríki Bandaríkjanna í gær. Hundruð heimila og bíla urðu vatninu að bráð og rafmagn fór af hjá þúsundum íbúa. Íbúar á svæðinu segja þetta versta veður sem hafi gengið yfir svæðið í þrjátíu ár. Vindhraði náði 160 kílómetra hraða á klukkustund.

Ný stjórn í Tékklandi

Forseti Tékklands, Vaclav Klaus, skipaði í morgun hina nýju ríkisstjórn landsins formlega í embætti undir forystu forsætisráðherrans, Stanislavs Gross, sem er aðeins 34 ára gamall og yngsti forsætisráðherra í Evrópu. Þrjátíu og níu dagar eru liðnir síðan fráfarandi forsætisráðherra Tékklands, Vladimir Spidla, sagði af sér.

Átök í Mósúl í morgun

Til harðra átaka kom í borginni Mósúl í Norður-Írak á milli uppreisnarmanna og íröksku lögreglunnar í morgun og hafa átökin nú staðið yfir í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reuters-fréttastofunni brutust út átök á fleiri en einum stað í borginni og mátti heyra í það minnsta sex háværar sprengingar.

Gíslar látnir lausir

Uppreisnarmenn hafa látið nokkra gísla lausa í Írak í morgun en þeir eru flestir bílstjórar eða vinna fyrir erlend fyrirtæki sem starfa fyrir Bandaríkjaher. Fyrirtækin hafa í flestum tilfellum lofað að draga starfsemi sína út úr Írak til að fá gíslana lausa. Á meðal þeirra sem látnir hafa verið lausir eru tveir Tyrkir.

Starfsmenn Sþ heim frá Gaza

Sameinuðu þjóðirnar ætla að draga næstum alla erlenda starfsmenn sína frá Gaza-svæðunum í Palestínu í kjölfar þess að Ísraelsher hefur fjölgað árásum sínum á svæðið. Tuttugu starfsmenn voru sendir heim í síðasta mánuði og enn fleiri verða sendir heim á næstu dögum.

70 slasaðir í lestarslysi

Sjötíu slösuðust, þar af nokkrir mjög alvarlega, í lestarslysi í Zimbabwe í morgun. Tvær farþegalestir skullu saman við aðallestarstöðina í höfuðborginni Harare. Talið er að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

Bakkus hrjáir 9% Bandaríkjamanna

Um níu prósent Bandaríkjamanna glíma við áfengisvandamál og fimmtán prósent þeirra þjást af persónuleikatruflunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem birtist í blaðinu <em>Journal of Clinical Psychiatry</em>.

Dæmd fyrir að nauðga nemanda sínum

Mary Kay Letounreau, kennari sem átti í ástarsambandi við tólf ára nemanda sinn, var látin laus úr fangelsi í Washington í Bandaríkjunum í morgun. Mary var dæmd í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun en hefur nú afplánað dóminn.

Flugskeyti með kjarnavopnum

Í nýlegri skýrslu frá Bandaríkjunum er sagt líklegt að Norður-Kóreumenn hafi komist yfir flugskeytabúnað sem getur sent flugskeyti með kjarnavopnum alla leið til Bandaríkjanna. Tæknin virðist vera sambærileg þeirri sem finnst á rússneskum kafbátum sem bendir til þess að norðurkóresk stjórnvöld hafi fengið utanaðkomandi hjálp við þróun búnaðarins.

Réðst á leikskólabörn með hnífi

Starfsmaður í leikskóla í Pekíng í Kína gekk af göflunum í vinnunni og réðst á fimmtán nemendur og þrjá kennara með eldhúshnífi í morgun. Eitt barn lést og tvö særðust illa. Starfsmaðurinn er í haldi lögreglu en hann er fimmtíu og eins árs gamall og var vörður við skólann. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn framdi verknaðinn.

Fuglaflensa í Suður-Afríku

Landbúnaðaryfirvöld í Suður-Afríku gruna að fuglaflensufaraldur eigi sér nú stað í þremur fuglabúum þar sem strútar eru aldir í austurhluta landsins. Landbúnaðarráðherra héraðsins segir að sýni úr fuglabúunum þremur hafi a.m.k. til bráðabirgða verið greind sem afbrigði fuglaflensunnar sem herjað hefur í Asíu undanfarin misseri.

Skuldsetja sig út áratuginn

Útlit er fyrir að ólympíuleikarnir verði mun dýrari en grísk stjórnvöld stefndu að. Nú er svo komið að sérfræðingar eru farnir að lýsa áhyggjum af því að leikarnir íþyngi gríska ríkinu svo mjög að það kunni að taka gríska skattborgara tíu ár, hið minnsta, að borga reikninginn.

Réðist á börn vopnaður hnífi

Eitt barn lést og fimmtán slösuðust, þar af tvö alvarlega, þegar starfsmaður leikskóla réðst með hnífi að leikskólabörnum og kennurum þeirra. Þrír kennarar særðust í árásinni.

Flugvél flaug á hús

Sex létu lífið, þeirra á meðal tvö börn, þegar lítil flugvél flaug á hús við golfvöll í Austin í Texas. Vélin breyttist í eldhnött þegar hún lenti á húsinu og fórust allir sem voru um borð í henni. Þrennt var í húsinu þegar atvikið átti sér stað en þau sluppu öll við meiðsl.

Grunaðir um aðild að Al-Kaída

Þrettán menn sem grunaðir eru um að eiga aðild að Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum eru nú í haldi lögreglu í Bretlandi. Mennirnir, sem eru á aldrinum nítján til þrjátíu og tveggja ára, voru handteknir í borgunum Luton, Blackburn og Bushey, skammt norður af London.

Bandaríska sendiráðinu lokað

Nokkrum deildum bandaríska sendiráðsins í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, verður lokað á morgun, fimmtudag, vegna öryggisráðstafana að því er segir í tilkynningu frá sendiráðinu í dag.

Harðir bardagar í Mósúl

Í það minnsta 20 létust í hörðum bardaga í borginni Mósúl í Norður-Írak í morgun. Þetta eru mannskæðustu átök í Írak frá því að Írakar tóku aftur við völdum í landinu. Barist var á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal í miðbænum.

Gyðingar flytjast til Ísraels

Tvö hundruð og fimmtíu bandarískir og kanadískir gyðingar lentu á flugvellinum í Tel Avív í morgun en hópurinn ætlar að setjast að í Ísrael. Sérstök stofnun í Ísrael vinnur að því að fá gyðinga víðs vegar um heiminn til að flytjast til Ísraels og fá þeir góða styrki til að koma sér upp heimili.

ESB brýtur alþjóðalög

Niðurgreiðslur Evrópusambandsins til sykurframleiðanda innan landamæra sambandsins standast ekki alþjóðleg verslunarlög. Þetta er niðurstaða úrskurðanefndar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar.

Auglýst eftir hirðfífli

Opinber stofnun í Bretlandi, sem hefur varðveislu staða með menningarsögulegt gildi á sinni könnu, hefur auglýst eftir starfskrafti í stöðu hirðfífls ensku krúnunnar. Ekkert hirðfífl hefur verið starfandi í Bretlandi í rúmlega 350 ár.

Súdanir mótmæla ályktun SÞ

Rúmlega 100 þúsund manns komu saman á götum Khartúm, höfuðborgar Súdans, og mótmæltu ályktun Sameinuðu þjóðanna sem veitir súdönskum yfirvöldum mánaðarfrest til að stöðva ofsóknir vígasveita í Darfur-héraði. Mótmælin voru skipulögð af hinu opinbera.

90 ár frá fyrri heimsstyrjöldinni

Þess var minnst í Bretlandi í dag að 90 ár eru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Einungis tuttugu og þrír breskir hermenn sem börðust í stríðinu eru enn á lífi og fjórir voru nógu hraustir til að vera viðstaddir minningarathöfnina.

Fangar struku í Svíþjóð

Þrír menn struku úr fangelsi í grennd við Stokkhólm í Svíþjóð með aðstoð grímuklæddra manna sem báru skotvopn. Þetta er í annað skiptið á rúmri viku sem fangar strjúka úr sænsku fangelsi.

Umdeild lög sett í Rússlandi

Rússneska þingið samþykkti í dag lög sem kveða á um að ýmis niðurgreiðsla á opinberri þjónustu verði felld niður. Lögin er hluti af umsvifamiklum umbótum á velferðakerfinu í Rússlandi.

Sri Chinmoy lyfti 308 kg manni

Hinn 73 ára gamli Shri Chinmoy lyfti rúmlega 300 kílógramma Bandaríkjamanni í síðustu viku. Tilgangurinn með því var að vekja fólk til meðvitundar um offituvandann.

Frelsisstyttan opnuð á ný

Frelsisstyttan verður opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, í fyrsta sinn eftir árásirnar ellefta september 2001. Öryggisviðbúnaður í New York og Washington var aukinn um helgina vegna hættu á hryðjuverkaárásum en þrátt fyrir það telja yfirvöld öryggi við styttuna nægjanlegt.

Lynndie blóraböggull yfirmanna

Lögfræðingar bandaríska fangavarðarins Lynndie England segja að hún sé blóraböggull yfirmanna sinna vegna illrar meðferðar á föngum í írakska fangelsinu Abu Ghraib. Herréttarhöld hefjast á morgun og ætla lögfræðingarnir að kalla til vitnis yfirmenn Lynndie í þeirri von að geta sýnt fram á að ábyrgðin hafi verið þeirra.

Þrír látast í Rafah

Þrír Palestínumenn létust í sprengingu í morgun í borginni Rafah, á Gasaströndinni, að sögn lækna á sjúkrahúsi. Vitni segja eldflaug hafa verið skotið frá ísraelskri herþyrlu, ísraelski herinn hefur ekki staðfest það. Atvikið átti sér stað nærri landamærunum við Egyptaland, þar sem átök hafa verið tíð.

Fyrsta geimfar á braut um Merkúr

Fyrsta geimfarið, sem á að fara á braut um Merkúr, var skotið á loft í morgun. Geimfarið flytur rannsóknargervihnött bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, til Merkúr, sem er ein af heitustu reikistjörnum sólkerfisins en þar getur hitinn farið upp í 500 gráður á celsíus.

Gögn um árás þriggja ára gömul

Gögn sem Bandaríkjamenn studdust við þegar öryggisviðbúnaður var aukin í New York og Washington um helgina, eru að minnsta kosti þriggja ára gömul. Í dagblöðunum The New York Times og Washington Post í dag kemur fram að enn sé verið að fara í gegnum gögn

Sumarið komið til Danmerkur

Loksins, loksins, segja Danir, og eiga þá við að loksins sé sumarið komið til landsins. Það hefur ekki komið svona seint síðan 1874. Dag eftir dag, allt frá því í maí, hafa Danir litið til himins og hrist höfuðið í forundran yfir tíðarfarinu.

Sjá næstu 50 fréttir