Fleiri fréttir

Ekkert innan­lands­smit í gær

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar.

Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun

Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru.

Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði

Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð.

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér

Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu.

Enn fleiri kallaðar til nýrrar leg­háls­skoðunar

Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm.

Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað

Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn.

Styrkir Píeta-sam­tökin um sex milljónir

Heilbrigðisráðherra mun jafnframt tryggja tólf milljóna króna fjármagn fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis út næsta ár.

Fjórir greindust innan­lands

Fjögur smit greindust innanlands í gær og þrjú á landamærunum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Tveir þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví, en tveir ekki.

Soffía Karlsdóttir látin

Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri.

„Annars væri hann dauður“

Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum.

Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann

Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum.

Alls ó­víst hvort stúlkurnar hafi brotið lög

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli.

Sjá næstu 50 fréttir