Soffía Karlsdóttir látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 10:15 Soffía í útsendingu Ríkissjónvarpsins að syngja Það er draumur að vera með dáta. Skjáskot Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan. Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri. Soffía var þekkt revíusöngkona um miðja síðustu öld og lagið „Það er draumur að vera með dáta“ skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 1954. Greint er frá andláti hennar í Morgunblaðinu í dag. Soffía ólst upp á Skagaströnd og Akranesi en fluttist til Reykjavíkur að loknu gagnfræðinámi og fór í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Hún tók þátt í revíunni „Allt er fertugum fært“ eftir Theodór Einarsson sautján ára gömul en revían var sett upp á Akranesi. „Það er draumur að vera með dáta“, úr revíunni „Hver maður sinn skammt“, var lagið sem vakti mesta athygli en einnig má nefna Bílavísur og Réttarsamba. Að neðan má sjá Soffíu syngja sitt þekktasta lag fyrir fullum sal í Ríkissjónvarpinu. Soffía settist að í Keflavík þar sem hún varð virk í félagsstarfi, var formaður Leikfélags Keflavíkur um árabil og stóð fyrir leiksýningum í Ungó, Stapanum og Félagsbíó. Þá var hún formaður Kvenfélags Keflavíkur og formaður Sjálfstæðiskvenna í bænum. Þá var hún virk í félögum Lionessa og Soroptomista. Eftirlifandi eiginmaður Soffíu er Jón Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þau eignuðust tíu börn og eru afkomendur orðnir 82 talsins. Notendur Spotify geta hlustað á nokkur af vinsælustu lögum Soffíu hér að neðan.
Andlát Tónlist Leikhús Reykjanesbær Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira