Storm- og rigningarviðvaranir á norðvesturhluta landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 06:39 Gulu viðvaranir dagsins. Skjáskot/veðurstofan Búast má við norðaustanhvassviðri eða -stormi á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og Faxaflóa í dag. Gular veðurviðvaranir hafa ýmist þegar tekið gildi á svæðunum eða taka gildi í dag. Þá verður talsverð eða mikil rigning á norðanverðum Ströndum í dag og fram á nótt. Gul viðvörun vegna rigninga er í gildi fram á morgundaginn á svæðinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar að allmikil lægð sé nú skammt suður af Reykjanesskaga sem þokist austur. Vegna hennar mun ganga á með norðaustanhvassviðri og síðar stormi norðvestantil á landinu. Mun hægari vindur verður í öðrum landshlutum. Þá verður úrkoma í minna lagi, utan þess að mikið mun líklega rigna á Ströndum. Búast má við vindi um 20 m/s á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og Faxaflóa. Snarpar vindhviður við fjöll, allt að 30 m/s, gætu verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Þá gæti rigningarveður á norðanverðum ströndum valdið vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auka hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát. Þá dregur talsvert úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Fremur hæg norðlæg átt á morgun en austlægari syðst og úrkomulítið. Svipað veður á sunnudag. Milt veður yfir daginn en frystir sums staðar á Norðurlandi annað kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en austlægari syðst. Rigning á norðanverðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á sunnudag og mánudag:Austlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning S-lands og með norðurströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, svalast NA-lands. Á þriðjudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en stöku skúrir og hlýnar heldur. Á miðvikudag:Vaxandi sunnanátt og þykknar upp og sums staðar væta við V-ströndina um kvöldið. Milt í veðri. Á fimmtudag:Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýindum, en þurrviðri á N-landi. Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Búast má við norðaustanhvassviðri eða -stormi á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og Faxaflóa í dag. Gular veðurviðvaranir hafa ýmist þegar tekið gildi á svæðunum eða taka gildi í dag. Þá verður talsverð eða mikil rigning á norðanverðum Ströndum í dag og fram á nótt. Gul viðvörun vegna rigninga er í gildi fram á morgundaginn á svæðinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar að allmikil lægð sé nú skammt suður af Reykjanesskaga sem þokist austur. Vegna hennar mun ganga á með norðaustanhvassviðri og síðar stormi norðvestantil á landinu. Mun hægari vindur verður í öðrum landshlutum. Þá verður úrkoma í minna lagi, utan þess að mikið mun líklega rigna á Ströndum. Búast má við vindi um 20 m/s á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og Faxaflóa. Snarpar vindhviður við fjöll, allt að 30 m/s, gætu verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Þá gæti rigningarveður á norðanverðum ströndum valdið vatnavöxtum í ám og lækjum, sem auka hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát. Þá dregur talsvert úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Fremur hæg norðlæg átt á morgun en austlægari syðst og úrkomulítið. Svipað veður á sunnudag. Milt veður yfir daginn en frystir sums staðar á Norðurlandi annað kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en austlægari syðst. Rigning á norðanverðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á sunnudag og mánudag:Austlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning S-lands og með norðurströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig, svalast NA-lands. Á þriðjudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en stöku skúrir og hlýnar heldur. Á miðvikudag:Vaxandi sunnanátt og þykknar upp og sums staðar væta við V-ströndina um kvöldið. Milt í veðri. Á fimmtudag:Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýindum, en þurrviðri á N-landi.
Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira