Verða áfram göngugötur til 1. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 13:09 Laugavegurinn hefur verið göngugata í sumar líkt og árin á undan. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið. Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í gær að göngugötur í miðbænum yrðu framlengdar til 1. maí 2021. Tillagan verður lögð fyrir borgarráð. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðslu en áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði meirihlutann senda landsmönnum öllum „ískaldar kveðjur“ með tillögunni. Göturnar sem um ræðir eru Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstígur milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Þeim hefur verið lokað fyrir bílaumferð undanfarin sumur og fram kemur í greinargerð með tillögunni að það hafi gengið vel og mikið líf skapast á svæðinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði samþykktu að göngugöturnar yrðu framlengdar. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sátu hjá en flokksbróðir þeirra, Ólafur Kr. Guðmundsson, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu, lýsti yfir megnri óánægju með tillöguna í bókun sinni. Hún sagði borgarstjóra og meirihlutann í borginni taka „einhliða ákvörðun um lokun Laugavegarins allt árið um kring“ aðeins 21 degi áður en opna átti göturnar fyrir bílaumferð að nýju. Ákvörðunin komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og búið væri að „skella Laugaveginum í lás til framtíðar án nokkurs samráðs við rekstraraðila“. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá meirihlutanum í upphafi hausts, ekki bara til rekstraraðila heldur líka landsmanna allra. Borgarstjóri og meirihlutinn eiga ekki Laugaveginn og nágrenni hans.“ Kannanir hafa sýnt að borgarbúar eru almennt ánægðir með göngugötur í miðbænum. Þá hafa rekstraraðilar á Laugavegi einnig margir lýst yfir ánægju með fyrirkomulagið.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. 9. september 2020 21:29
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. 3. júní 2020 22:08
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09