Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 20:00 Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira