Fleiri fréttir

Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar

Reykjavíkurborg ábyrgist lán upp á nærri milljarð vegna mistaka hjá Sorpu. Stjórnarformaður segir ástæðulaust að skipa neyðarstjórn yfir fyrirtækið. Mikilvægt sé að tryggja að stjórnarmenn sitji lengur en eitt kjörtímabil.

Gefa ráðherra kost á að leggja til breytingar á áfengislöggjöf

Svo kann að fara að ekkert þingmannamál um smásölu áfengis verði lagt fram á komandi þingvetri en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til netkaupa á áfengi kann að hafa áhrif. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Ekki liggur fyrir hvort slíkt frumvarp fæst samþykkt í ríkisstjórn.

Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir

Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun.

Rigning um allt land næstu daga

Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði.

Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma

Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá.

„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“

Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega.

Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup Michele Ballarin á WOW Air, ólga meðal lögreglumanna, mótmæli við húsakynni héraðssaksóknara og margt fleira verður til umfjöllunar í kvöldfréttum kvöldsins. Einnig verður rætt við Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, um klaustursmálið og sagt frá nýjum herflugvelli á Grænlandi.

Nýtt loftslagsráð tekið til starfa

Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“

Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.