Innlent

Með stera í leikfangakössum

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum. Fréttablaðið/Anton Brink

Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlenda konu sem stöðvuð var af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún var með umtalsvert magn af sterum með sér sem búið var að koma fyrir í þremur vel innpökkuðum leikfangakössum sem konan var með í ferðatösku sinni.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum.

Konan viðurkenndi að um stera væri að ræða og sætir hún tilkynningarskyldu meðan hún dvelur hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.