Innlent

Með stera í leikfangakössum

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum. Fréttablaðið/Anton Brink
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlenda konu sem stöðvuð var af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún var með umtalsvert magn af sterum með sér sem búið var að koma fyrir í þremur vel innpökkuðum leikfangakössum sem konan var með í ferðatösku sinni.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru leikfangakassarnir fullir af töflum og ampúlum.

Konan viðurkenndi að um stera væri að ræða og sætir hún tilkynningarskyldu meðan hún dvelur hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.