Fleiri fréttir

Bjarni Kristjánsson rektor látinn

Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskólans, lést síðastliðinn föstudag á hjúkunarheimilinu Sóltúni. Bjarni var níræður. Mbl.is greinir frá.

Hægur vindur og væta víða um land

Það verður fremur hægur vindur á landinu í dag og væta víða um land samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Forseti Indlans kominn til landsins

Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, kom í morgun í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt eiginkonu sinnu Savitu og öðru föruneyti.

Fleiri börn í vanda í ár

Starfsmenn Foreldrahúss – Vímulausrar æsku merkja aukningu á neyslu ungmenna. Mikilvægt að foreldrar hafi varann á og hafi lyfjaskápinn læstan.

Jón Þór tekur ekki við formennsku

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, mun ekki taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (SEN) líkt og lagt var upp með í upphafi kjörtímabils.

Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn

Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter þyrlu. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri.

Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið

Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði.

Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis

Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á meðan Landssamband lögreglumanna fagnar áformum um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra vill ríkislögreglustjóri að ráðist verði í heildarúttekt lögreglumála í landinu.

Fjórhjólaslys við Botnssúlur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ásamt björgunarsveit Árnessýslu og sjúkraflutningaliðs þaðan er á leiðinni upp í Botnssúlur vegna fjórhjólaslyss.

Sækja göngumann með opið beinbrot á fæti

Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi eru nú við Gígjökul en tilkynning barst um klukkan hálf tvö í dag að göngumaður hefði dottið og slasast.

Bólginn og marinn en kominn heim til sín

Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi.

Vilja komast í sjóinn í dag

Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni.

Falleg lömb í Hrútatungurétt

Réttað var í Hrútatungurétt í Hrútafirði í gær þar sem um fjögur þúsund fjár var dregið í dilka. Lömbin þóttu væn og falleg.

Allt að 17 stiga hiti í dag

Nokkuð hlýtt verður á landinu í dag og töluvert rólegra veður sunnan- og vestanlands en í lægðagangi gærdagsins.

Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita

Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor.

Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur

Hugi Garðarsson hefur gengið síðustu þrjá mánuði um landið með hjólbörur þar sem tilgangur göngunnar er að safna peningum fyrir Krabbameinsfélags Íslands til minningar um ömmu hans, sem lést úr krabbameini fyrir fimm árum.

Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir

Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ástandið að bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú en ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir.

Sjá næstu 50 fréttir