Innlent

Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Múlakvísl.
Frá Múlakvísl. Vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Náttúruvársérfræðingur segir þó ótímabært að tala um mögulegt jökullhlaup.

„Þetta er meira svona að við teljum að það sé jarðhitavatn í Múlakvísl, sem lekur undan Mýrdalsjökli, sem þýðir samt ekki að það sé að koma í miklu magni að valda hlaupi,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann segir að rafleiðni hafi verið mjög há í vatninu undanfarna daga, sem bendi til þess að jarðhitavatn komi nú undan jöklinum. Ekki er að vænta sérstakra ráðstafana eða aðgerða en áfram verði fylgst grannt með stöðunni. Þá bendir Einar á að jarðhitavatnið leki hægt og rólega, sem sé mun ákjósanlegra en ef það safnaðist saman undir jöklinum og brytist svo skyndilega fram.

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði síðast við hlaupi í Múlakvísl í júlí síðastliðnum en ekkert varð af hlaupinu. Tvö ár eru síðan tvö lítil jökulhlaup komu undan Mýrdalsjökli.


Tengdar fréttir

Hlaupið kemur bara þegar það kemur

Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×