Innlent

Snarpir skjálftar í Bárðarbungu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar
Tveir snarpir skjálftar mældust við Bárðarbungu skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Fyrri skjálftinn mældist 3,2 að stærð og sá seinni 4,2, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum á vef Veðurstofu Íslands. Staðsetning beggja skjálfta var tæplega fimm kílómetra austsuðaustan af Bárðarbungu.

Rólegt hefur verið á svæðinu síðan, engir eftirskjálftar hafa mælst, og þá eru heldur engin merki um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Síðast mældust skjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu 21. ágúst. Þar áður mældust þrír skjálftar stærri en 3 þann 24. júní. Það sem af er ári hafa ellefu skjálftar af þeirri stærð mælst í Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×